Það besta við leikinn var hvað hann þurfti að spila LeBron James lítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 07:31 Leikmenn Golden State Warriors reyna hér að stoppa LeBron James í nótt en án árangurs. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers er aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman kafla og átti ekki í miklum vandræðum með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James lék í nótt sinn 1300. deildarleik í NBA og skoraði þá 19 stig í léttum 117-91 sigri Los Angeles Lakers á Golden State Warriors. Þetta var annar sigur Lakers í röð en liðið hafði tapað fimm af sex leikjum sínum þar á undan eða eftir að Anthony Davis meiddist. LeBron shoots the gap.. and he's off! 16-4 @Lakers run to end Q1 on ESPN pic.twitter.com/jMOKE3GIZt— NBA (@NBA) March 1, 2021 „Byrjunarliðsmennirnir okkar léku frábærlega. Þeir voru einbeittir á það að passa upp á klára sitt á móti liði sem stal sigrinum af okkur síðast,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Lakers. Lakers vann fyrsta leikhlutann 41-21 og var 29 stigum yfir í hálfleik, 73-44. LeBron þurfti því bara að spila 24 mínútur. Vogel þjálfari sagði það hafa verið eitt það besta við leikinn. Markieff Morris og Alex Caruso voru báðir með 13 stig og Kyle Kuzma skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Eric Paschall skoraði 18 stig fyrir lið Golden State og Stephen Curry var með 16 stig en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan leik. Draymond Green meiddist á ökkla í öðrum leikhlutanum og spilaði ekki eftir það. @Giannis_An34's slam and reax from EVERY ANGLE!36 PTS | 17 in 4Q | 5 straight @Bucks Ws pic.twitter.com/CStltDT8ng— NBA (@NBA) March 1, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar í endurkomusigri Milwaukee Bucks á Los Angeles Clippers en Bucks liðið vann lokaleikhlutann 28-19. Khris Middleton var með 19 stig og 8 stoðsendingar en Kawhi Leonard skoraði 25 stig fyrir Clippers. Þetta var fimmti stigur Milwaukee Bucks í röð. #NBAAllStar duel in Boston! @jaytatum0: 31 PTS, game-winner@RealDealBeal23: 46 PTS pic.twitter.com/MpyBCg0FFC— NBA (@NBA) March 1, 2021 Jayson Tatum skoraði 31 stig í 111-110 sigri Boston Celtics á Washington Wizards þar á meðal tvær körfur á síðustu fimmtán sekúndum leiksins. Celtics vann þar með tvo leiki í röð í fyrsta sinn síðan í janúar. Liðið lifði það af að Bradley Beal skoraði 46 stig fyrir Wizards. @DevinBook heats up for a season-high 4 3 to lift the @Suns! pic.twitter.com/tBke4u3b5Y— NBA (@NBA) March 1, 2021 Devin Booker var með 21 af 43 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Phoenix Suns vann 118-99 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fjórtándi sigur liðsins í síðustu sautján leikjum. DeAndre Ayton var með 22 stig og 10 fráköst og Chris Paul skoraði 11 stig og gaf 15 stoðsendingar. P.J. Washington skoraði 42 stig á 42 mínútum og LaMelo Ball var með 24 stig og 12 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann 127-126 sigur á Sacramento Kings. Kings liðið var átta stigum yfir, 123-115, þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum en Hornets menn unnu síðustu 53 sekúndurnar 12-3. Julius powers @nyknicks to 3 in a row! @J30_RANDLE: 25 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/Q4TuZiSOGN— NBA (@NBA) March 1, 2021 Úrslit leikja í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 117-91 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 105-100 Boston Celtics - Washington Wizards 111-110 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 99-118 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 84-133 Miami Heat - Atlanta Hawks 109-99 Detriot Pistons - New York Knicks 90-109 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 126-127 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
LeBron James lék í nótt sinn 1300. deildarleik í NBA og skoraði þá 19 stig í léttum 117-91 sigri Los Angeles Lakers á Golden State Warriors. Þetta var annar sigur Lakers í röð en liðið hafði tapað fimm af sex leikjum sínum þar á undan eða eftir að Anthony Davis meiddist. LeBron shoots the gap.. and he's off! 16-4 @Lakers run to end Q1 on ESPN pic.twitter.com/jMOKE3GIZt— NBA (@NBA) March 1, 2021 „Byrjunarliðsmennirnir okkar léku frábærlega. Þeir voru einbeittir á það að passa upp á klára sitt á móti liði sem stal sigrinum af okkur síðast,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Lakers. Lakers vann fyrsta leikhlutann 41-21 og var 29 stigum yfir í hálfleik, 73-44. LeBron þurfti því bara að spila 24 mínútur. Vogel þjálfari sagði það hafa verið eitt það besta við leikinn. Markieff Morris og Alex Caruso voru báðir með 13 stig og Kyle Kuzma skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Eric Paschall skoraði 18 stig fyrir lið Golden State og Stephen Curry var með 16 stig en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan leik. Draymond Green meiddist á ökkla í öðrum leikhlutanum og spilaði ekki eftir það. @Giannis_An34's slam and reax from EVERY ANGLE!36 PTS | 17 in 4Q | 5 straight @Bucks Ws pic.twitter.com/CStltDT8ng— NBA (@NBA) March 1, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar í endurkomusigri Milwaukee Bucks á Los Angeles Clippers en Bucks liðið vann lokaleikhlutann 28-19. Khris Middleton var með 19 stig og 8 stoðsendingar en Kawhi Leonard skoraði 25 stig fyrir Clippers. Þetta var fimmti stigur Milwaukee Bucks í röð. #NBAAllStar duel in Boston! @jaytatum0: 31 PTS, game-winner@RealDealBeal23: 46 PTS pic.twitter.com/MpyBCg0FFC— NBA (@NBA) March 1, 2021 Jayson Tatum skoraði 31 stig í 111-110 sigri Boston Celtics á Washington Wizards þar á meðal tvær körfur á síðustu fimmtán sekúndum leiksins. Celtics vann þar með tvo leiki í röð í fyrsta sinn síðan í janúar. Liðið lifði það af að Bradley Beal skoraði 46 stig fyrir Wizards. @DevinBook heats up for a season-high 4 3 to lift the @Suns! pic.twitter.com/tBke4u3b5Y— NBA (@NBA) March 1, 2021 Devin Booker var með 21 af 43 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Phoenix Suns vann 118-99 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fjórtándi sigur liðsins í síðustu sautján leikjum. DeAndre Ayton var með 22 stig og 10 fráköst og Chris Paul skoraði 11 stig og gaf 15 stoðsendingar. P.J. Washington skoraði 42 stig á 42 mínútum og LaMelo Ball var með 24 stig og 12 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann 127-126 sigur á Sacramento Kings. Kings liðið var átta stigum yfir, 123-115, þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum en Hornets menn unnu síðustu 53 sekúndurnar 12-3. Julius powers @nyknicks to 3 in a row! @J30_RANDLE: 25 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/Q4TuZiSOGN— NBA (@NBA) March 1, 2021 Úrslit leikja í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 117-91 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 105-100 Boston Celtics - Washington Wizards 111-110 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 99-118 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 84-133 Miami Heat - Atlanta Hawks 109-99 Detriot Pistons - New York Knicks 90-109 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 126-127
Úrslit leikja í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 117-91 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 105-100 Boston Celtics - Washington Wizards 111-110 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 99-118 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 84-133 Miami Heat - Atlanta Hawks 109-99 Detriot Pistons - New York Knicks 90-109 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 126-127
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira