Fjallið æfir sig næst í bardaga á móti „155 kílóa skrímsli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður og lítur vel út. Instagram/@thorbjornsson Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar Björnsson, segir að næsti mótherji Fjallsins í hnefaleikahringnum sé jafnvel mun erfiðari en sá sem bíður hans í Veðmálaborginni í haust. Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira