Landsbyggðin fái opinber störf Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 1. mars 2021 17:00 Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun