Hefur áhyggjur af Bitcoin-kaupum Íslendinga og líkir rafmyntinni við píramídasvindl Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 17:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna. „Bitcoin sem gjaldmiðill lýtur engum landamærum og felur í sér raun og veru mikla sóun þar sem það er mikil orka sem fer í námugröft á þessari mynt,“ sagði Ásgeir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en staðfesting færslna með Bitcoin krefst flókinna og orkufrekra tölvuútreikninga. „Maður óttast alltaf þegar fólk fer að leita að svona skjótfengnum gróða og taka þátt í einhverju sem í raun virðist vera hálfgert píramídascheme.“ Til greina komi að gefa út eigin rafmynt Ásgeir fullyrðir að lítið sé vitað um rafmyntina, hvaðan hún komi eða hverjir standi að baki henni. „Þegar maður heyrir að fólk sé farið að kaupa þessa mynt til að reyna að hagnast á því þá fer maður að hafa áhyggjur. […] Ég vara við allri spákaupmennsku og við erum að tala um mjög furðulega eign. Það er eitt að kaupa hlutabréf í fyrirtæki eða skuldabréf gefið út af einhverjum aðila sem er með raunverulegan rekstur og tekjuflæði. Hér er bara gjaldmiðill sem er verið að veðja á að hækki og þetta lítur út fyrir mér svolítið eins og píramídascheme,“ segir Ásgeir og bætir við að Bitcoin hafi fram að þessu aðallega verið notað í svartri og ólöglegri starfsemi. Þannig að Seðlabankinn er ekki að fara að fjárfesta í rafmynt? „Ekki í Bitcoin en það gæti alveg komið til greina að við myndum gefa út sérstaka rafmynt sem væri gefin út fyrir Ísland eða álíka. Þetta hefur verið rætt í þessum seðlabankaheimi og þetta felur í sér ýmsa kosti út frá greiðsluþjónustu og uppgjöri en þetta eru bara vangaveltur enn sem komið er. Ef við lítum á Bitcoin sem gjaldmiðill þá er hann ekkert sérstaklega heppilegur þar sem virðið er svo sveiflukennt.“ Líkir þróuninni við Túlípanaæðið í Hollandi Þar tekur Ásgeir undir með Gylfa Magnússyni, prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem segir að notagildi Bitcoin sé takmarkað. Þetta kemur fram í grein hans í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem Kjarninn greinir frá en þar segir Gylfi að óstöðugt gengi og vangeta bálkakeðjutækninnar við að ráða við mikið magn viðskipta spili lykilhlutverk í að rafmyntir hafi ekki orðið að almennilegum greiðslumiðli. Þá líkir hann verðþróun Bitcoin á síðustu vikum við Túlípanaæðið í Hollandi þar sem verð kaupsamninga á Túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. aldar. Spáir Gylfi því að margir eigi eftir að tapa miklum fjárhæðum vegna viðskiptanna. „Þeir sem koma með peninga inn á lokametrunum í bólunni koma verst út. Meðalfjárfestirinn mun tapa verulegum hluta sinnar fjárfestingar vegna þess að verðmætasköpunin í heild er ekki núll heldur neikvæð vegna kostnaðarins við námavinnsluna.“ Rafmyntir Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Bitcoin sem gjaldmiðill lýtur engum landamærum og felur í sér raun og veru mikla sóun þar sem það er mikil orka sem fer í námugröft á þessari mynt,“ sagði Ásgeir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en staðfesting færslna með Bitcoin krefst flókinna og orkufrekra tölvuútreikninga. „Maður óttast alltaf þegar fólk fer að leita að svona skjótfengnum gróða og taka þátt í einhverju sem í raun virðist vera hálfgert píramídascheme.“ Til greina komi að gefa út eigin rafmynt Ásgeir fullyrðir að lítið sé vitað um rafmyntina, hvaðan hún komi eða hverjir standi að baki henni. „Þegar maður heyrir að fólk sé farið að kaupa þessa mynt til að reyna að hagnast á því þá fer maður að hafa áhyggjur. […] Ég vara við allri spákaupmennsku og við erum að tala um mjög furðulega eign. Það er eitt að kaupa hlutabréf í fyrirtæki eða skuldabréf gefið út af einhverjum aðila sem er með raunverulegan rekstur og tekjuflæði. Hér er bara gjaldmiðill sem er verið að veðja á að hækki og þetta lítur út fyrir mér svolítið eins og píramídascheme,“ segir Ásgeir og bætir við að Bitcoin hafi fram að þessu aðallega verið notað í svartri og ólöglegri starfsemi. Þannig að Seðlabankinn er ekki að fara að fjárfesta í rafmynt? „Ekki í Bitcoin en það gæti alveg komið til greina að við myndum gefa út sérstaka rafmynt sem væri gefin út fyrir Ísland eða álíka. Þetta hefur verið rætt í þessum seðlabankaheimi og þetta felur í sér ýmsa kosti út frá greiðsluþjónustu og uppgjöri en þetta eru bara vangaveltur enn sem komið er. Ef við lítum á Bitcoin sem gjaldmiðill þá er hann ekkert sérstaklega heppilegur þar sem virðið er svo sveiflukennt.“ Líkir þróuninni við Túlípanaæðið í Hollandi Þar tekur Ásgeir undir með Gylfa Magnússyni, prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem segir að notagildi Bitcoin sé takmarkað. Þetta kemur fram í grein hans í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem Kjarninn greinir frá en þar segir Gylfi að óstöðugt gengi og vangeta bálkakeðjutækninnar við að ráða við mikið magn viðskipta spili lykilhlutverk í að rafmyntir hafi ekki orðið að almennilegum greiðslumiðli. Þá líkir hann verðþróun Bitcoin á síðustu vikum við Túlípanaæðið í Hollandi þar sem verð kaupsamninga á Túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. aldar. Spáir Gylfi því að margir eigi eftir að tapa miklum fjárhæðum vegna viðskiptanna. „Þeir sem koma með peninga inn á lokametrunum í bólunni koma verst út. Meðalfjárfestirinn mun tapa verulegum hluta sinnar fjárfestingar vegna þess að verðmætasköpunin í heild er ekki núll heldur neikvæð vegna kostnaðarins við námavinnsluna.“
Rafmyntir Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira