Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 06:42 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í nótt. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira