LLCP kaupir meirihluta í Creditinfo Group Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 11:12 Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) hefur keypt meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi. Frá þessu segir í tilkynningu, en Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Í tilkynningunni segir að aðkoma LLCP sé áfangi í vexti Creditinfo, sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu við miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku. Ekkert segir um kaupverð. „Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir lausnum og greiningartólum Creditinfo. Með nýrri skipan í hluthafahópi Creditinfo fæst aukinn drifkraftur og ný stefna í vaxtaráætlanir fyrirtækisins um leið og samfellu er viðhaldið í rekstrinum, en Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, heldur sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Creditinfo árið 2007, leiðir fyrirtækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn forstjóri samstæðunnar og kemur til með að vinna náið með Reyni og LLCP. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group.Creditinfo Levine Leichtman Capital Partners Um Levine Leichtman Capital Partners, LLC, segir að það sé framtakssjóður sem einbeiti sér að fyrirtækjum af miðmarkaðsstærð. „Saga sjóðsins í markvissum fjárfestingum í ólíkum geirum, þar með talið á sviðið sérleyfa, fagþjónustu, menntunar og vöruframleiðslu, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Fjárfestingarstefna LLCP byggir á fjölbreyttum fjárfestingum í hlutafélögum, sem sameinar skuldafjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé í eignasafnsfyrirtækjum. Þessi einstaka samsetning býður stjórnendum og frumkvöðlum markvissari lausn sem um leið skilar vexti og tekjum með verulega skertri áhættu. Fyrir teymi sérfræðinga LLCP á sviði fjárfestinga á heimsvísu fara sjö meðeigendur sem að meðaltali hafa starfað hjá LLCP í 21 ár. Frá stofnun hefur LLCP haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfestingarsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 eignasafnsfyrirtækjum. Eignir í stýringu hjá LLCP nema nú um 7,8 milljörðum dala, þar með talið í nýjasta flaggskipssjóði LLCP, Levine Leichtman Capital Partners VI, LP, sem hafði, í árslok 2018, fjárfest fyrir 2,5 milljarða dala og nýjasti sjóðurinn í Evrópu, Levine Leichtman Capital Partners Europe II SCSp, sem hafði fjárfest fyrir 463 milljónir evra í árslok 2020. Skrifstofur eru í Los Angeles, New York, Chicago, Charlotte, Miami , London, Stokkhólmi og Haag.“ Upplýsingatækni Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu, en Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Í tilkynningunni segir að aðkoma LLCP sé áfangi í vexti Creditinfo, sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu við miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku. Ekkert segir um kaupverð. „Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir lausnum og greiningartólum Creditinfo. Með nýrri skipan í hluthafahópi Creditinfo fæst aukinn drifkraftur og ný stefna í vaxtaráætlanir fyrirtækisins um leið og samfellu er viðhaldið í rekstrinum, en Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, heldur sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Creditinfo árið 2007, leiðir fyrirtækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn forstjóri samstæðunnar og kemur til með að vinna náið með Reyni og LLCP. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group.Creditinfo Levine Leichtman Capital Partners Um Levine Leichtman Capital Partners, LLC, segir að það sé framtakssjóður sem einbeiti sér að fyrirtækjum af miðmarkaðsstærð. „Saga sjóðsins í markvissum fjárfestingum í ólíkum geirum, þar með talið á sviðið sérleyfa, fagþjónustu, menntunar og vöruframleiðslu, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Fjárfestingarstefna LLCP byggir á fjölbreyttum fjárfestingum í hlutafélögum, sem sameinar skuldafjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé í eignasafnsfyrirtækjum. Þessi einstaka samsetning býður stjórnendum og frumkvöðlum markvissari lausn sem um leið skilar vexti og tekjum með verulega skertri áhættu. Fyrir teymi sérfræðinga LLCP á sviði fjárfestinga á heimsvísu fara sjö meðeigendur sem að meðaltali hafa starfað hjá LLCP í 21 ár. Frá stofnun hefur LLCP haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfestingarsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 eignasafnsfyrirtækjum. Eignir í stýringu hjá LLCP nema nú um 7,8 milljörðum dala, þar með talið í nýjasta flaggskipssjóði LLCP, Levine Leichtman Capital Partners VI, LP, sem hafði, í árslok 2018, fjárfest fyrir 2,5 milljarða dala og nýjasti sjóðurinn í Evrópu, Levine Leichtman Capital Partners Europe II SCSp, sem hafði fjárfest fyrir 463 milljónir evra í árslok 2020. Skrifstofur eru í Los Angeles, New York, Chicago, Charlotte, Miami , London, Stokkhólmi og Haag.“
Upplýsingatækni Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira