Nokkrar staðreyndir um jafnréttismál Einar A. Brynjólfsson skrifar 9. mars 2021 13:12 Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Einar A. Brynjólfsson Jafnréttismál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun