Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 11:00 Feðgarnir Patrik Sigurður og Gunnar Sigurðsson. vísir/getty/epa Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira
Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira