Atvinna, mannréttindi eða forréttindi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. mars 2021 09:01 Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Spurningin hvort að réttur til atvinnu séu mannréttindi eða forréttindi gæti verið auðsvarað fyrir suma. Ef til vill upplifa einhverjir að allir hafi sömu réttindi að vera á vinnumarkaði. Það væri fallegt, í réttlátum heimi væri raunin sú. Við búum ekki í þannig heimi og höfum ekki skapað þannig samfélag, því miður. Atvinnutækifæri við hæfi eru í rauninni forréttindi. Forréttindi sem að fólk með skerta starfsgetu hafa oft ekki. Það er deginum ljósara að atvinnuleysi hrjáir þjóðina þessa stundina. Engar fullkomnar lausnir eru til að bjarga því. Það liggur beinast við að fjölga hlutastörfum. Af hverju hlutastörf? Komum fleira fólki út í atvinnulífið í styttri tíma í senn. Allt eða ekkert er slæm stefna í atvinnumálum þá dettur fólk út af vinnumarkaði. Það þarf sveigjanleika og möguleikann á breytilegu starfshlutfalli. Hugsum okkur hvernig mannskepnan er, til dæmis með tilliti til markmiða. Ef ég ætla mér að hlaupa maraþon þá byrja ég á því að hlaupa stuttar vegalengdir og eyk síðan við mig með tímanum. Af hverju ætlumst við til þess að þorrinn af fólki á vinnumarkaði vilji vera í fullu starfshlutfalli? Þessi krafa er ekki í takt við það hvernig manneskjan er þá sérstaklega ef að einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi eða er með skerta starfsgetu. Það er gott fyrir efnahaginn að fólk sé á vinnumarkaði og mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu einstaklinga. Atvinna snýst um félagsskap, rjúfa einangrun og vinna gegn fátækt, því lengur sem að fólk er atvinnulaust því erfiðara að fara aftur á vinnumarkað. Skert starfsgeta Fólk með skerta starfsgetu skortir tækifæri til atvinnu í nútímasamfélagi. Ríkið og sveitarfélögin eiga að vera leiðandi og fyrirmynd fyrir einkafyrirtæki þegar kemur að framboði fjölbreyttra starfa. Starfsánægja og réttur einstaklinga til jafnra tækifæra er eitthvað sem huga þarf verulega að. Fólk með skerta starfsgetu er misjafnt. Fólk með mismunandi styrkleika, menntun og áhuga á fjölbreyttum sviðum. Rannsókn sem horft hefur verið til í tengslum við þetta sýnir að 26% þeirra sem að fara á vinnumarkað með skerta starfsgetu ná fullri starfsgetu eftir þrjú ár og 20% fólks eykur starfsgetu sína. Tæplega helmingur allra með skerta starfsgetu auka við starfsgetu sína með tækifærum og reynslu á vinnumarkaði. Fleiri tækifæri Það sem að vantar eru hlutastörf, störf sem eru 20% til 80% stöðugildi. Það er lítið af þeim störfum í atvinnuauglýsingum. Sumir eru í endurhæfingu hjá Virk eða Janus en það eru alls ekki allir. Til að mynda að þá eru 524 störf nú auglýst á atvinnuleitarmiðilinum Alfred.is af þeim eru 54 störf hlutastörf, mikið af þeim sumarstörf. Því má gróflega áætla að 10% auglýstra starfa eru hlutastörf. Það þarf að fjölga framboði hlutastarfa verulega svo að allir hafi tækifæri til að vera partur af atvinnulífinu. Mannréttindi Ef við ætlum okkur að búa í samfélagi þar sem það eru mannréttindi að hafa rétt til atvinnu eins og segir í 23.1 grein Mannréttindaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna “Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi“. Þá þurfum við að breyta hugarfari og skipulagi í atvinnumálum á Íslandi. Réttur til atvinnu eru mannréttindi. Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar