Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:33 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30