Beittu vatnsþrýstidælum á mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 23:13 Mótmælendur voru mun fleiri en leyfilegt er. EPA-EFE/EVERT ELZINGA Lögreglan í Hollandi beitti vatnsþrýstidælum á mótmælendur ríkisstjórnarinnar, og sóttvarnaaðgerðum þeirra, í almenningsgarði í Haag í dag. Um tvö þúsund manns voru saman komin í miðborginni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og öðrum stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01