Beittu vatnsþrýstidælum á mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 23:13 Mótmælendur voru mun fleiri en leyfilegt er. EPA-EFE/EVERT ELZINGA Lögreglan í Hollandi beitti vatnsþrýstidælum á mótmælendur ríkisstjórnarinnar, og sóttvarnaaðgerðum þeirra, í almenningsgarði í Haag í dag. Um tvö þúsund manns voru saman komin í miðborginni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og öðrum stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Lögreglumenn á hestum og óeirðalögreglan mættu á staðinn, beittu kylfum og lögregluhundum gegn mótmælendum eftir að þeir neituðu að yfirgefa svæðið að loknum mótmælum. Kjörstaðir opnuðu í gær vegna þingkosninga sem fara nú fram í landinu. Kjörstaðir verða opnir í þrjá daga vegna sóttvarnaaðgerða og til þess að forða því að of margir mæti á kjörstað hverju sinni. Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir mótmælum, en aðeins fyrir 200 manns, en mun fleiri söfnuðust saman í miðborginni. Lestarsamgöngur inn í borgina voru stöðvaðar um tíma til þess að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. Lögregla handtók einhverja við mótmælin en nákvæm tala er óþekkt. Einhverjir voru handteknir í mótmælunum en óvíst er hve margir það voru.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir lögreglumenn berja mótmælanda sem liggur í jörðinni með kylfum. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráðist á lögreglumenn með priki. Þá greindi hollenska lögreglan frá því í dag að lögreglumenn hafi skotið viðvörunarskoti af byssu þegar verið var að rýma svæðið. Það mál er nú til rannsóknar. „Það kann að vera að hér sé veira en það að loka öllu samfélaginu er allt of langt gengið,“ sagði Michel Koot, 68 ára mótmælandi, í samtali við fréttastofu AFP í dag. „Ég hef tekið eftir því að það er mjög auðvelt að taka mörg okkar réttindi í burt á augabragði og meirihluti fólks tekur ekki einu sinni eftir því en það er margt í gangi. Ég hef áhyggjur af því hvað þetta mun gera barnabörnum mínum,“ sagði hann. Lögregla nálgast fólk, sem mótmælir kórónuveiruaðgerðum, í Amsterdam í febrúar.EPA-EFE/EVERT ELZINGA Þetta eru ekki fyrstu mótmælin vegna sóttvarnaaðgerða sem farið hafa fram í Hollandi. Eftir að útgöngubann frá klukkan 21 til 4:30 var innleitt í janúar var mótmælt í fjölda hollenskra borga. Útgöngubann hafði þá ekki verið sett á frá því að Nasistar hertóku landið í síðari heimstyrjöld. Útgöngubannið mun gilda að minnsta kosti þar til í lok mars. Allar verslanir og fyrirtæki sem ekki eru talin nauðsynleg eru lokuð. Fleiri en tveir mega ekki koma saman. Meira en 1,1 milljón manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Hollandi frá upphafi faraldursins og meira en 16 þúsund hafa látist af völdum hennar.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Útgöngubann stjórnvalda stangast á við stjórnarskrá Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. febrúar 2021 12:08
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. 31. janúar 2021 22:23
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01