Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir er ein besta CrossFit kona heimsins og því stórfrétt í CrossFit heiminum að hún sé úr leik á þessu tímabili. Instagram/@crossfitgames Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. Sara sagði frá þessum hræðilegu fréttum á Instagram síðu sinni í gær en hún meiddist á æfingu í síðustu viku. Sara hefði annars átt að klára fyrstu æfinguna á The Open um helgina en opni hlutinn markar upphafið að nýju tímabili í CrossFit og fyrsta skrefið í átt að heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þetta er enn eitt áfallið á ferli Söru en það er óhætt að segja að hún hafi ekki haft heppnina með sér undanfarin ár þar sem meiðsladraugurinn hefur elt hana uppi hvað eftir annað. Fyrir vikið þar Sara að bíða að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir að upplifa heimsmeistaradrauminn sinn. Nú er líka ljóst að sigurgöngu Söru á The Open lýkur núna en hún hafði unnið upphafshluta CrossFit tímabilsins tvö ár í röð og þrisvar á síðustu fjórum árum. „Ég upplifði mína verstu martröð fyrr í þessari viku þegar ég meiddist á hné á æfingu. Ég fann smell í hnénu þegar ég var að gera ‚split jerk' æfingu og fór strax í myndatöku. Niðurstaðan var að ég hafði slitið fremra krossbandið,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína. „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þetta hafi yfir höfuð gerst og þeirri staðreynd að ég muni ekki taka þátt á 2021 keppnistímabilinu í CrossFit. Nú þarf ég að fara í skurðaðgerð og svo taka við mánuðir í endurhæfingu. Þegar tímalínan kemst betur á hreint þá mun ég segja frá hvernig framhaldið lítur út hjá mér,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá mínu teymi og mínum styrktaraðilum. Svo auðvitað líka fyrir stuðninginn frá ykkur öllum sem hafið staðið með mér í gegnum súrt og sætt og hafið alltaf verið mín mesta hvatning síðan ég byrjaði í þessari íþrótt,“ skrifaði Sara. „Vitandi það að það sé hægt að koma hundrað prósent til baka eftir svona meiðsli gefur mér fulla ástæðu til að vera jákvæð og hungrið í öfluga endurkomu er þegar til staðar. Þetta er mín áskorun núna og ég tek henni,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Tengdar fréttir Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. 9. mars 2021 09:30 Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. 26. febrúar 2021 08:31 Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. 25. janúar 2021 08:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Sara sagði frá þessum hræðilegu fréttum á Instagram síðu sinni í gær en hún meiddist á æfingu í síðustu viku. Sara hefði annars átt að klára fyrstu æfinguna á The Open um helgina en opni hlutinn markar upphafið að nýju tímabili í CrossFit og fyrsta skrefið í átt að heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þetta er enn eitt áfallið á ferli Söru en það er óhætt að segja að hún hafi ekki haft heppnina með sér undanfarin ár þar sem meiðsladraugurinn hefur elt hana uppi hvað eftir annað. Fyrir vikið þar Sara að bíða að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir að upplifa heimsmeistaradrauminn sinn. Nú er líka ljóst að sigurgöngu Söru á The Open lýkur núna en hún hafði unnið upphafshluta CrossFit tímabilsins tvö ár í röð og þrisvar á síðustu fjórum árum. „Ég upplifði mína verstu martröð fyrr í þessari viku þegar ég meiddist á hné á æfingu. Ég fann smell í hnénu þegar ég var að gera ‚split jerk' æfingu og fór strax í myndatöku. Niðurstaðan var að ég hafði slitið fremra krossbandið,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína. „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þetta hafi yfir höfuð gerst og þeirri staðreynd að ég muni ekki taka þátt á 2021 keppnistímabilinu í CrossFit. Nú þarf ég að fara í skurðaðgerð og svo taka við mánuðir í endurhæfingu. Þegar tímalínan kemst betur á hreint þá mun ég segja frá hvernig framhaldið lítur út hjá mér,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá mínu teymi og mínum styrktaraðilum. Svo auðvitað líka fyrir stuðninginn frá ykkur öllum sem hafið staðið með mér í gegnum súrt og sætt og hafið alltaf verið mín mesta hvatning síðan ég byrjaði í þessari íþrótt,“ skrifaði Sara. „Vitandi það að það sé hægt að koma hundrað prósent til baka eftir svona meiðsli gefur mér fulla ástæðu til að vera jákvæð og hungrið í öfluga endurkomu er þegar til staðar. Þetta er mín áskorun núna og ég tek henni,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Tengdar fréttir Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. 9. mars 2021 09:30 Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. 26. febrúar 2021 08:31 Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. 25. janúar 2021 08:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. 9. mars 2021 09:30
Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. 26. febrúar 2021 08:31
Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. 25. janúar 2021 08:30