Abbababb það er bíll! VÍS 15. mars 2021 13:05 Auglýsingin um nýja Ökuvísinn hjá VÍS var unnin í samstarfi við ENNEMM auglýsingastofu og Skot Productions. Ökuferð feðginanna í nýrri auglýsingu VÍS um Ökuvísinn vekur upp tilfinningar sem ansi margir tengja við. „Það þekkja allir þessar tilfinningar sem þarna sjást, bæði ungir ökumenn og foreldrar, enda höfum við fengið frábær viðbrögð við auglýsingunni og við þessari nýju leið, Ökuvísi,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS en fyrirtækið sendi nýverið í loftið stórskemmtilega auglýsingu um Ökuvísinn. Þar má sjá unga stúlku skutla pabba sínum í vinnuna. Pabbinn er miður sín af hræðslu þó ökuferðin gangi reyndar ljómandi vel, enda fær ungi ökumaðurinn staðfestingu á því gegnum Ökuvísinn í lok ferðar. Alls komu 35 manns að tökunum og notaðir voru tveir alveg eins útlítandi bílar, annar þeirra var með áfestum ljósabúnaði og tökuvélum og dreginn um göturnar á sérstakri kerru. Að auki var sérstakur bíll útbúinn með festingum fyrir tökuvél til að taka upp hetjubílinn í umferðinni. „Það liggur gríðarleg vinna á bak við svona auglýsingu og gaman að geta sýnt lesendum á bak við tjöldin,“ segir Guðný Helga. „Við erum með ákveðinn markhóp í huga og vildum sýna þetta sterka samband milli foreldra og ungs fólks sem kemur fram þegar við erum við það að sleppa þeim út í lífið en finnum knýjandi þörf til þess að leiðbeina þeim hvert einasta skref. Sjálf var ég nánast komin í gegnum gólfið á ímyndaðar bremsur í æfingaakstri með syni mínum. Á endanum þurfti pabbi hans að taka við, ég hafði ekki taugar í þetta,“ segir hún hlæjandi. Hér má skyggnast á bak við tjöldin við tökur auglýsingarinnar: Klippa: Ökuvísir - á bak við tjöldin við tökur Langur undirbúningur Kvikmyndatökur á nýju Ökuvísisauglýsingunni frá VÍS voru mjög umfangsmiklar og flóknar í undirbúningi. Alls komu 35 manns að tökunum og notaðir voru tveir alveg eins útlítandi bílar þar sem annar þeirra var með áfestum ljósabúnaði og tökuvélum og dreginn um göturnar á sérstakri kerru. Að auki var sérstakur bíll útbúinn með festingum fyrir tökuvél til að taka upp hetjubílinn í umferðinni. Upptökurnar voru skipulagðar í þaula til að trufla ekki umferð á götunum, en ekið var sem leið lá frá Mosfellsbæ niður í Hörpu. Mikið mæddi því á fólkinu á bakvið tjöldin í undirbúningi og báða tökudagana, en þar var mikið einvalalið kvikmyndagerðarfólks í helstu stöðum. Auglýsingin var unnin í samstarfi við ENNEMM auglýsingastofu og Skot Productions. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona auglýsingu. Við erum virkilega ánægð og stolt af afrakstrinum,“ segir Guðný Helga. Guðný Helga Herbertsdóttir framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar hjá VÍS segir marga tengja við tilfinningarnar sem koma fram í nýju auglýsingunni.Vísir/Vilhelm Ný leið í tryggingum á Íslandi Ökuvísir er ný leið í tryggingum á Íslandi en með honum getur notandinn stýrt verðinu á tryggingunum með aksturslaginu. Ökuvísir er bæði app og lítill kubbur sem mælir aksturslagið og gefur einkunn sem byggir á hraða, hröðun, hraða í beygjum, hemlun og símanotkun undir stýri. Guðný Helga segir að í fyrsta sinn sé aldur ekki notaður sem þáttur í iðgjaldi ökutækjatryggingar hér á landi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að ungir ökumenn lenda hlutfallslega oftar í tjónum og slysum en eldri ökumenn og þar af leiðandi hefur verð á tryggingum tekið mið af t.a.m. aldri. Við trúum því hins vegar að með markvissri endurgjöf á það hvernig þú keyrir verðir þú betri ökumaður,“ segir Guðný Helga. Þessari nýju leið sé þó vel tekið af öllum aldurshópum. Ökumenn fara í ákveðinn takt með Ökuvísinum. „Ég fann það til dæmis sjálf, ég keyrði of skarpt að gatnamótum en gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en Ökuvísirinn sýndi mér það.“ „Þessi leið er opin öllum þó við beinum sjónum okkar að yngra fólki í markaðsstarfinu. Þarna eru til dæmis tækifæri fyrir fólk sem keyrir lítið til þess að lækka iðgjöld eða fólk sem er með tvo bíla á heimili þar sem annar bíllinn er sjaldnar keyrður.“ Viðskiptavinir hafa val „Í þessu verkefni höfum við lagt gríðarlega mikla áherslu á persónuvernd og á vefnum okkar eru mjög góðar upplýsingar. Að því sögðu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þegar eitthvað sem fólk á ekki að venjast er kynnt til sögunnar þá er það ekki allra. Við berum virðingu fyrir því. Það er virk samkeppni á tryggingasölumarkaði og verður það áfram. Viðskiptavinir hafa ávallt val og það er mikilvægt að leggja áherslu á það. Ökuvísinn er hægt að prófa í 14 daga án allra skuldbindinga, hvar sem þú ert með tryggingar. Á vefnum Vís.is er reiknivél þar sem hægt er að sjá áhrifin á iðgjöldin og ég hvet alla til að prófa,“ segir Guðný Helga. Taugatrekkjandi aðstæður? Bílar Tryggingar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
„Það þekkja allir þessar tilfinningar sem þarna sjást, bæði ungir ökumenn og foreldrar, enda höfum við fengið frábær viðbrögð við auglýsingunni og við þessari nýju leið, Ökuvísi,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS en fyrirtækið sendi nýverið í loftið stórskemmtilega auglýsingu um Ökuvísinn. Þar má sjá unga stúlku skutla pabba sínum í vinnuna. Pabbinn er miður sín af hræðslu þó ökuferðin gangi reyndar ljómandi vel, enda fær ungi ökumaðurinn staðfestingu á því gegnum Ökuvísinn í lok ferðar. Alls komu 35 manns að tökunum og notaðir voru tveir alveg eins útlítandi bílar, annar þeirra var með áfestum ljósabúnaði og tökuvélum og dreginn um göturnar á sérstakri kerru. Að auki var sérstakur bíll útbúinn með festingum fyrir tökuvél til að taka upp hetjubílinn í umferðinni. „Það liggur gríðarleg vinna á bak við svona auglýsingu og gaman að geta sýnt lesendum á bak við tjöldin,“ segir Guðný Helga. „Við erum með ákveðinn markhóp í huga og vildum sýna þetta sterka samband milli foreldra og ungs fólks sem kemur fram þegar við erum við það að sleppa þeim út í lífið en finnum knýjandi þörf til þess að leiðbeina þeim hvert einasta skref. Sjálf var ég nánast komin í gegnum gólfið á ímyndaðar bremsur í æfingaakstri með syni mínum. Á endanum þurfti pabbi hans að taka við, ég hafði ekki taugar í þetta,“ segir hún hlæjandi. Hér má skyggnast á bak við tjöldin við tökur auglýsingarinnar: Klippa: Ökuvísir - á bak við tjöldin við tökur Langur undirbúningur Kvikmyndatökur á nýju Ökuvísisauglýsingunni frá VÍS voru mjög umfangsmiklar og flóknar í undirbúningi. Alls komu 35 manns að tökunum og notaðir voru tveir alveg eins útlítandi bílar þar sem annar þeirra var með áfestum ljósabúnaði og tökuvélum og dreginn um göturnar á sérstakri kerru. Að auki var sérstakur bíll útbúinn með festingum fyrir tökuvél til að taka upp hetjubílinn í umferðinni. Upptökurnar voru skipulagðar í þaula til að trufla ekki umferð á götunum, en ekið var sem leið lá frá Mosfellsbæ niður í Hörpu. Mikið mæddi því á fólkinu á bakvið tjöldin í undirbúningi og báða tökudagana, en þar var mikið einvalalið kvikmyndagerðarfólks í helstu stöðum. Auglýsingin var unnin í samstarfi við ENNEMM auglýsingastofu og Skot Productions. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona auglýsingu. Við erum virkilega ánægð og stolt af afrakstrinum,“ segir Guðný Helga. Guðný Helga Herbertsdóttir framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar hjá VÍS segir marga tengja við tilfinningarnar sem koma fram í nýju auglýsingunni.Vísir/Vilhelm Ný leið í tryggingum á Íslandi Ökuvísir er ný leið í tryggingum á Íslandi en með honum getur notandinn stýrt verðinu á tryggingunum með aksturslaginu. Ökuvísir er bæði app og lítill kubbur sem mælir aksturslagið og gefur einkunn sem byggir á hraða, hröðun, hraða í beygjum, hemlun og símanotkun undir stýri. Guðný Helga segir að í fyrsta sinn sé aldur ekki notaður sem þáttur í iðgjaldi ökutækjatryggingar hér á landi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að ungir ökumenn lenda hlutfallslega oftar í tjónum og slysum en eldri ökumenn og þar af leiðandi hefur verð á tryggingum tekið mið af t.a.m. aldri. Við trúum því hins vegar að með markvissri endurgjöf á það hvernig þú keyrir verðir þú betri ökumaður,“ segir Guðný Helga. Þessari nýju leið sé þó vel tekið af öllum aldurshópum. Ökumenn fara í ákveðinn takt með Ökuvísinum. „Ég fann það til dæmis sjálf, ég keyrði of skarpt að gatnamótum en gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en Ökuvísirinn sýndi mér það.“ „Þessi leið er opin öllum þó við beinum sjónum okkar að yngra fólki í markaðsstarfinu. Þarna eru til dæmis tækifæri fyrir fólk sem keyrir lítið til þess að lækka iðgjöld eða fólk sem er með tvo bíla á heimili þar sem annar bíllinn er sjaldnar keyrður.“ Viðskiptavinir hafa val „Í þessu verkefni höfum við lagt gríðarlega mikla áherslu á persónuvernd og á vefnum okkar eru mjög góðar upplýsingar. Að því sögðu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þegar eitthvað sem fólk á ekki að venjast er kynnt til sögunnar þá er það ekki allra. Við berum virðingu fyrir því. Það er virk samkeppni á tryggingasölumarkaði og verður það áfram. Viðskiptavinir hafa ávallt val og það er mikilvægt að leggja áherslu á það. Ökuvísinn er hægt að prófa í 14 daga án allra skuldbindinga, hvar sem þú ert með tryggingar. Á vefnum Vís.is er reiknivél þar sem hægt er að sjá áhrifin á iðgjöldin og ég hvet alla til að prófa,“ segir Guðný Helga. Taugatrekkjandi aðstæður?
Bílar Tryggingar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira