Lagið er úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem gerðist að stórum hluta í bænum Húsavík og fjallar um íslenska söngvara sem eiga sér þann draum heitastan að keppa í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Sungið af Molly Sandén
Savan Kotecha, Rickard Göransson og Fat Max Gsus eru höfundar lagsins en Savan var fenginn til að hafa yfirumsjón með lagasmíðum fyrir myndina. Atli Örvarsson samdi tónlist fyrir myndina en kom þó ekki að gerð lagsins Husavik.
Svíinn Molly Sandén syngur lagið fyrir persónu Rachel McAdams, sem heitir Sigrit Ericksdóttir. Spennandi verður að sjá hver syngur lagið á hátíðinni eins og tíðkast jafnan.
Óskarinn heim til Húsavíkur
Will Ferrell og Rachel McAdams fóru með aðalhlutverkin í kvikmyndinni en undanfarið hafa Húsvíkingar verið í eins konar herferð með laginu og vonast til að fá Óskarinn heim.
Óskarsverðlaunin verða veitt aðfaranótt mánudagsins 26. apríl næstkomandi.