Telur að Martin ætti bara að hinkra því hann muni fá starf á næstu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Israel Martin er búinn að koma sér vel fyrir á Íslandi með fjölskyldu sinni og ekkert fararsnið er á honum. vísir/vilhelm Spænski körfuboltaþjálfarinn Israel Martin, sem þjálfað hefur á Íslandi síðustu sjö ár, ætti bara að bíða rólegur að mati Kjartans Atla Kjartanssonar. Hann muni fá starf hér á landi á næstu mánuðum. Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
„Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01
Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01