Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 20:54 Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Vísir/Vilhelm Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49