Bale stefnir á að snúa aftur til Real Madrid þegar tímabilinu lýkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Gareth Bale stefnir ekki á að leika með Tottenham á næstu leiktíð. EPA-EFE/Neil Hall Gareth Bale er sem stendur á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur. Hann stefnir þó á að snúa aftur til Spánarmeistara Real Madrid þegar lánsdvöl hans lýkur, það er eftir Evrópumótið sem fram fer í sumar. Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira