Lakers tapar og tapar án LeBrons James og tólfta þrenna Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 07:30 Miðherjinn frábæri Nikola Jokic bendir John Goble dómara á eitthvað í leik með Denver Nuggets liðinu. AP/David Zalubowski Það gengur ekkert hjá NBA meisturum Los Angeles Lakers eftir að liðið missti LeBron James í meiðsli í viðbót við það að missa Anthony Davis. Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli