Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 16:24 Símarnir voru á lofti í stuttum gjörningi stúdentaefnanna í Verzló. Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira