Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 11:34 Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Vísir/Vilhelm Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima. Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima.
Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira