Opið bréf frá stjórn félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Dögg Hauksdóttir, Sigurlaug Benediktsdóttir, Bríet Einarsdóttir og Eva Jónasdóttir skrifa 27. mars 2021 15:01 Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun