Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 16:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar og segir dóminn staðfesta sterkan rétt borgarinnar til að stýra sínu skipulagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum. Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Sjá meira
Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum.
Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Sjá meira