Hvenær mun ferðaþjónusta ná sér á strik? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 29. mars 2021 07:30 Kannski er það ekki einu sinni mikilvægasta spurningin akkúrat núna heldur spurningin: Hvernig notum við tímann núna til þess að halda okkur í rekstrarlegu formi til að vera tilbúin þegar ferðaþjónusta flýgur í gang. Sem hún mun gera, fyrr enn síðar. Þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær ferðaþjónusta muni ná sér á strik á ný þá vitum við að til þess að ná árangri í þessari fyrrum stærstu atvinnugrein Íslands og ná fyrrum styrk þá þarf ýmislegt að ganga upp. Ferðaþjónusta er og hefur alltaf verið flókið fyrirbæri sem er að mestu samsett af fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það er ekkert séríslenskt, þannig er það um allan heim og alls staðar virðist vera svipað vandamál með að fá ráðamenn til að skilja hvernig fyrirbærið virkar. Um allan heim þurftu ráðamenn að komast að því eftir að öll ferðaþjónusta stöðvaðist hversu mikilvæg hún væri sem drifkraftur fyrir allt efnahagskerfið og hversu nátengd hún er þeim lífsgæðum sem við teljum mikilvæg og sanngjörn. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey gaf út áhugaverða greiningu á dögunum þar sem fimm atriði voru sérstaklega nefnd sem lykilatriði fyrir því að ferðaþjónusta næði fyrri kröftum. Hvernig okkur sem þjóð mun takast að halda utan um þessi fimm lykilatriði gæti ráðið því hversu hratt við náum að endurreisa þessa mikilvægu atvinnugrein. Fimm lykilþættir samkvæmt greiningu McKinsey eru: Uppbygging áfangastaða um allt land sem byggja tímabundið og til lengri tíma á heimsóknum heimamanna þar sem heimsóknir erlendra gesta verða ekki möguleg meðan heimsfaraldur geisar enn. Þarna á Ísland mikið inni enda hefur áhersla á ferðalög innanlands ekki verið mikil sem auðvitað skýrist best af smæð landsins og þar af leiðandi mun færri ferðamönnum en margar aðrar þjóðir búa við. Þá hefur nánast öll markaðssetning og vöruþróun verið miðuð að erlendum gestum og erfitt að snúa því algjörlega yfir á íslenskan markað yfir nótt. Það er þó þannig að því sterkari sem innlendur markaður er því meiri möguleika eiga aðilar til að byggja upp sterkari grunn til lengri tíma. Þarna þurfa allir að setjast niður og endurhugsa sín viðskiptamódel til að sjá út alla möguleika í stöðunni. Þessi liður hefur mikil áhrif til skemmri tíma og býr til tækifæri á öflugri nýsköpun og vöruþróun til lengri tíma. Flugsamgöngur eru lykilþáttur fyrir ferðaþjónustu og mikilvægt að setja fram rétt efni til að byggja upp traust fólks á að ferðast á ný. Íslensk ferðaþjónusta er sérlega háð því að fólk treysti flugsamgöngum og á sama tíma er Ísland líka viðkvæmt fyrir því að flug sem samgöngur haldist sterkar upp á inn- og útflutning á nauðsynlegum vörum. Stjórnvöld hafa í gegnum allan faraldurinn séð til þess að mikilvægar flutningsleiðir séu tryggðar. Mikilvægt er að það sterka dreifikerfi sem íslensk flugfélög voru búin að byggja upp ásamt þeim tugum erlendu flugfélaga sem flugu til og frá Keflavík nái sér hratt og örugglega á strik svo hægt verði að tryggja framboðs og eftirspurnar skilyrði sem nýir tímar munu boða. Í ljósi þess að við erum eyja skipta skipasamgöngur auðvitað lykilmáli líka og hefur þróun á komum skemmtiferðaskipa verið drjúgur þáttur í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur líka þá sérstöðu umfram flugið að dreifast um allt land. Heilsu og sóttvarnar skipulag á áfangastöðum munum skipta sköpum í ákvörðunarferli þeirra erlendu ferðamanna sem munu ákveða að ferðast til Íslands. Þá skiptir gríðarlegu máli að við séum með gott vald á stöðunni, að við getum sýnt með sannarlegum hætti hvernig við tökumst á við veiruna og hversu sterkt heilbrigðiskerfi við búum við. Þá þarf að vera skýrt hver réttindi fólks eru ef um veikindi verða að ræða ásamt tryggingum og öðru mikilvægu skipulagi. Mikilvægi viðskipta og viðburða ferðaþjónustu. Viðskiptaferðalög eru mikilvæg fyrir virðiskeðju ferðaþjónustunnar í heild sinni og skila hárri framlegð samanborið við hefðbundin ferðalög og frí. Við þekkjum þá stöðu á Íslandi hversu mikilvægar stórar ráðsefnur, stór íþróttamót og eða tónleikar eru fyrir íslenska ferðaþjónustu og skipta sköpum í allri landkynningu og nýtingu á þeim innviðum sem ferðaþjónustan hefur byggt upp, sbr hótel, afþreyingu, listasöfn, baðlón, ráðstefnu og tónleikahús ásamt þeim fjölda veitingastaða sem rómaðir eru um allt land. Ísland getur hæglega búið sér til sterka sérstöðu á þessari syllu með því að kynna landið markvisst sem besta mögulega áfangastaðinn til að fara með hópinn, ráðstefnuna, viðburðinn, tónleikana eða hvað eina sem uppbygging okkar og þróun hefur skilað á síðustu árum. Sterk krafa ferðamanna um sjálfbærni áfangastaðarins sem það heimsækir. Síðast en ekki síst er sú mikla og eðlilega krafa ferðamanna um að sá áfangastaður sem það heimsækir sé með skýr markmið um sjálfbærni og ábyrgð þegar kemur að ferðaþjónustu og framkvæmd hennar. Á Íslandi þurfum við að hafa það í huga að innan skamms verður það ekki nein sérstök sérstaða að skara fram úr þegar kemur að sjálfbærni þar sem allir áfangastaðir um allan heim keppast um að sýna fram á sjálfbærni. Framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærni. Það mun hafast með elju og metnaði fyrirtækjaeigenda sem trúa að framtíðin felist í uppbyggingu sem tekur mið af jafnvægi milli efnahagslegra þátta, umhverfislegra og allra mikilvægasta eða þeirra samfélagslegu því án íbúanna og þeirra gestrisni mun ferðaþjónusta eiga á brattan að sækja. En hvernig gerum við þetta og hver gerir hvað? Við hjá Íslenska ferðaklasanum höfum síðan í janúar unnið með 85 fyrirtækjum í sjö landshlutum að því að endurhugsa, endurhanna, spegla, læra nýjar aðferðir, skoða vöruþróun, nýsköpun, hrista upp í viðskiptamódelinu, endurmeta markhópana, kíkja í kjarna fyrirtækisins og skoða hvar megi bæta, breyta eða laga til. Þetta hefur verið mögulegt fyrir tilstilli stuðnings frá Byggðaáætlun ásamt sjö landshlutasamtökum sem tóku höndum saman um að bjóða upp á verkefnið Ratsjá fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Í beinu framhaldi hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á Ratsjánna fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og er það gert með stuðningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt styrk frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Verkefnið fyrir höfuðborgarsvæðið hefst formlega 13. apríl og því mun ljúka þann 6. október með stuttu sumarhléi. Framkvæmdaraðilar að verkefninu eru Ferðaklasinn ásamt RATA sem sérhæfir sig í að vinna náið með einstaklingnum að aukinni færni. Það er ekki spurning um hvort ferðaþjónusta muni ná sér á strik eða nákvæmlega hvenær, heldur miklu heldur hvernig og hversu fljótt við náum vopnum okkar á ný. Þar skiptir sköpum að hafa metnaðarfulla stjórnendur sem taka höndum saman um að nýta tímann núna til að byggja upp og vera tilbúinn í endurræsinguna. Hægt er að sækja um þátttöku í Ratsjá fyrir höfuðborgarsvæðið til miðnættis 29.mars á heimasíðu Íslenska ferðaklasans hér: www.icelandtourism.is Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Kannski er það ekki einu sinni mikilvægasta spurningin akkúrat núna heldur spurningin: Hvernig notum við tímann núna til þess að halda okkur í rekstrarlegu formi til að vera tilbúin þegar ferðaþjónusta flýgur í gang. Sem hún mun gera, fyrr enn síðar. Þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær ferðaþjónusta muni ná sér á strik á ný þá vitum við að til þess að ná árangri í þessari fyrrum stærstu atvinnugrein Íslands og ná fyrrum styrk þá þarf ýmislegt að ganga upp. Ferðaþjónusta er og hefur alltaf verið flókið fyrirbæri sem er að mestu samsett af fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það er ekkert séríslenskt, þannig er það um allan heim og alls staðar virðist vera svipað vandamál með að fá ráðamenn til að skilja hvernig fyrirbærið virkar. Um allan heim þurftu ráðamenn að komast að því eftir að öll ferðaþjónusta stöðvaðist hversu mikilvæg hún væri sem drifkraftur fyrir allt efnahagskerfið og hversu nátengd hún er þeim lífsgæðum sem við teljum mikilvæg og sanngjörn. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey gaf út áhugaverða greiningu á dögunum þar sem fimm atriði voru sérstaklega nefnd sem lykilatriði fyrir því að ferðaþjónusta næði fyrri kröftum. Hvernig okkur sem þjóð mun takast að halda utan um þessi fimm lykilatriði gæti ráðið því hversu hratt við náum að endurreisa þessa mikilvægu atvinnugrein. Fimm lykilþættir samkvæmt greiningu McKinsey eru: Uppbygging áfangastaða um allt land sem byggja tímabundið og til lengri tíma á heimsóknum heimamanna þar sem heimsóknir erlendra gesta verða ekki möguleg meðan heimsfaraldur geisar enn. Þarna á Ísland mikið inni enda hefur áhersla á ferðalög innanlands ekki verið mikil sem auðvitað skýrist best af smæð landsins og þar af leiðandi mun færri ferðamönnum en margar aðrar þjóðir búa við. Þá hefur nánast öll markaðssetning og vöruþróun verið miðuð að erlendum gestum og erfitt að snúa því algjörlega yfir á íslenskan markað yfir nótt. Það er þó þannig að því sterkari sem innlendur markaður er því meiri möguleika eiga aðilar til að byggja upp sterkari grunn til lengri tíma. Þarna þurfa allir að setjast niður og endurhugsa sín viðskiptamódel til að sjá út alla möguleika í stöðunni. Þessi liður hefur mikil áhrif til skemmri tíma og býr til tækifæri á öflugri nýsköpun og vöruþróun til lengri tíma. Flugsamgöngur eru lykilþáttur fyrir ferðaþjónustu og mikilvægt að setja fram rétt efni til að byggja upp traust fólks á að ferðast á ný. Íslensk ferðaþjónusta er sérlega háð því að fólk treysti flugsamgöngum og á sama tíma er Ísland líka viðkvæmt fyrir því að flug sem samgöngur haldist sterkar upp á inn- og útflutning á nauðsynlegum vörum. Stjórnvöld hafa í gegnum allan faraldurinn séð til þess að mikilvægar flutningsleiðir séu tryggðar. Mikilvægt er að það sterka dreifikerfi sem íslensk flugfélög voru búin að byggja upp ásamt þeim tugum erlendu flugfélaga sem flugu til og frá Keflavík nái sér hratt og örugglega á strik svo hægt verði að tryggja framboðs og eftirspurnar skilyrði sem nýir tímar munu boða. Í ljósi þess að við erum eyja skipta skipasamgöngur auðvitað lykilmáli líka og hefur þróun á komum skemmtiferðaskipa verið drjúgur þáttur í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur líka þá sérstöðu umfram flugið að dreifast um allt land. Heilsu og sóttvarnar skipulag á áfangastöðum munum skipta sköpum í ákvörðunarferli þeirra erlendu ferðamanna sem munu ákveða að ferðast til Íslands. Þá skiptir gríðarlegu máli að við séum með gott vald á stöðunni, að við getum sýnt með sannarlegum hætti hvernig við tökumst á við veiruna og hversu sterkt heilbrigðiskerfi við búum við. Þá þarf að vera skýrt hver réttindi fólks eru ef um veikindi verða að ræða ásamt tryggingum og öðru mikilvægu skipulagi. Mikilvægi viðskipta og viðburða ferðaþjónustu. Viðskiptaferðalög eru mikilvæg fyrir virðiskeðju ferðaþjónustunnar í heild sinni og skila hárri framlegð samanborið við hefðbundin ferðalög og frí. Við þekkjum þá stöðu á Íslandi hversu mikilvægar stórar ráðsefnur, stór íþróttamót og eða tónleikar eru fyrir íslenska ferðaþjónustu og skipta sköpum í allri landkynningu og nýtingu á þeim innviðum sem ferðaþjónustan hefur byggt upp, sbr hótel, afþreyingu, listasöfn, baðlón, ráðstefnu og tónleikahús ásamt þeim fjölda veitingastaða sem rómaðir eru um allt land. Ísland getur hæglega búið sér til sterka sérstöðu á þessari syllu með því að kynna landið markvisst sem besta mögulega áfangastaðinn til að fara með hópinn, ráðstefnuna, viðburðinn, tónleikana eða hvað eina sem uppbygging okkar og þróun hefur skilað á síðustu árum. Sterk krafa ferðamanna um sjálfbærni áfangastaðarins sem það heimsækir. Síðast en ekki síst er sú mikla og eðlilega krafa ferðamanna um að sá áfangastaður sem það heimsækir sé með skýr markmið um sjálfbærni og ábyrgð þegar kemur að ferðaþjónustu og framkvæmd hennar. Á Íslandi þurfum við að hafa það í huga að innan skamms verður það ekki nein sérstök sérstaða að skara fram úr þegar kemur að sjálfbærni þar sem allir áfangastaðir um allan heim keppast um að sýna fram á sjálfbærni. Framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærni. Það mun hafast með elju og metnaði fyrirtækjaeigenda sem trúa að framtíðin felist í uppbyggingu sem tekur mið af jafnvægi milli efnahagslegra þátta, umhverfislegra og allra mikilvægasta eða þeirra samfélagslegu því án íbúanna og þeirra gestrisni mun ferðaþjónusta eiga á brattan að sækja. En hvernig gerum við þetta og hver gerir hvað? Við hjá Íslenska ferðaklasanum höfum síðan í janúar unnið með 85 fyrirtækjum í sjö landshlutum að því að endurhugsa, endurhanna, spegla, læra nýjar aðferðir, skoða vöruþróun, nýsköpun, hrista upp í viðskiptamódelinu, endurmeta markhópana, kíkja í kjarna fyrirtækisins og skoða hvar megi bæta, breyta eða laga til. Þetta hefur verið mögulegt fyrir tilstilli stuðnings frá Byggðaáætlun ásamt sjö landshlutasamtökum sem tóku höndum saman um að bjóða upp á verkefnið Ratsjá fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Í beinu framhaldi hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á Ratsjánna fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og er það gert með stuðningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt styrk frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Verkefnið fyrir höfuðborgarsvæðið hefst formlega 13. apríl og því mun ljúka þann 6. október með stuttu sumarhléi. Framkvæmdaraðilar að verkefninu eru Ferðaklasinn ásamt RATA sem sérhæfir sig í að vinna náið með einstaklingnum að aukinni færni. Það er ekki spurning um hvort ferðaþjónusta muni ná sér á strik eða nákvæmlega hvenær, heldur miklu heldur hvernig og hversu fljótt við náum vopnum okkar á ný. Þar skiptir sköpum að hafa metnaðarfulla stjórnendur sem taka höndum saman um að nýta tímann núna til að byggja upp og vera tilbúinn í endurræsinguna. Hægt er að sækja um þátttöku í Ratsjá fyrir höfuðborgarsvæðið til miðnættis 29.mars á heimasíðu Íslenska ferðaklasans hér: www.icelandtourism.is Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar