Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir hvað hefur klikkað hjá Hetti og Haukum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 16:01 Pablo Cesar Bertone á ferðinni með boltann í leik Hauka og Njarðvíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var tekið stöðutékk á liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um tvö neðstu liðin í deildinni. Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira