Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 17:39 Umboðsmaður gerir ekki athugasemd við úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá lokabréfi umboðsmanns í málinu, sem gefið var út í kjölfar þess að faðir stúlkunnar kvartaði til embættisins eftir að dómsmálaráðuneytið sneri við ákvörðun Þjóðskrár, sem féllst ekki á að stúlkan gæti kennt sig við móður sína í stað föður, þar sem skilyrðum um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðun Þjóðskrár kom í kjölfar þess að móðir stúlkunnar hafði, fyrir hönd dóttur sinnar, sótt um nafnabreytinguna. Í umsókninni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið í sambandi við föður sinn frá því hún varð þriggja ára, og aðeins hitt hann um fjórum sinnum þar til hún varð rúmlega fimm ára. Hún hafi alltaf kennt sig við móður sína og verið ósátt þegar hún var kennd við föður sinn, til að mynda á vegabréfi sínu. Móðirin og stúlkan, sem þá var þrettán ára, skrifuðu báðar undir beiðnina til Þjóðskrár. Ráðuneytið sneri við ákvörðun þjóðskrár Þjóðskrá taldi hins vegar að skilyrðum laga um mannanöfn væri ekki fullnægt. Ákvörðunin var kærð til dómsmálaráðuneytisins, sem komst að annarri niðurstöðu. Í úrskurði ráðuneytisins kemur meðal annars fram ætla megi að breytingin verði stúlkunni til hagræðis, og að vilji hennar sem staðfestur var með undirskrift á beiðni til Þjóðskrár, vegi þungt við það mat. Dómsmálaráðuneytið felldi því ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir Þjóðskrá að verða við umbeðinni breytingu á kenninafni stúlkunnar. Í kvörtun föður stúlkunnar til umboðsmanns Alþingis var byggt á því að ráðuneytið hefði ekki fjallað um ásakanir móður stúlkunnar á hendur honum og hún hafi útilokað hann frá þátttöku í lífi hennar. Þá taldi faðirinn að ráðuneytið hefði ekki leitt vilja stúlkunnar nægilega í ljós og einungis hafi legið fyrir orð móður hennar og undirritun stúlkunnar á umsóknina sjálfa. Nöfn hafi áhrif á sjálfsmynd barna Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins í málinu. Taldi hann óumdeilt að stúlkan hafi átt lítil samskipti við föður sinn svo árum skipti, auk þess sem hann taldi ekki forsendur fyrir því að fullyrða að vilji hennar hafi ekki verið rannsakaður nægilega af hálfu ráðuneytisins, og að undirskrift hennar benti í þá átt. Þá vísaði umboðsmaður Alþingis til þeirrar afstöðu umboðsmanns barna sem hefur bent á að kenninöfn barna skipti máli fyrir sjálfsmynd þeirra og þau vísi oftast til tengsla við föður og/eða móður. Kenninöfn geti einnig haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og jafnvel þannig að nafn valdi barni beinlínis vanlíðan. „Það geti til dæmis átt við í þeim tilvikum sem umrætt foreldri hefur haft lítil, engin eða neikvæð samskipti við barnið og það vill mun fremur kenna sig við það foreldri sem hefur verið til staðar fyrir það,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Börn og uppeldi Mannanöfn Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira