Grimmilegar umgengnistálmanir Barnaverndarnefndar Reykjavíkur Sara Pálsdóttir skrifar 6. apríl 2021 13:00 Ímyndaðu þér að veikjast alvarlega. Vera haldin/n krónískum sjúkdómi sem leiðir margar miljónir manna til dauða á ári hverju um allan heim. Sjúkdómurinn er sérstaklega þjáningarfullur og sviptir fólk iðulega mannlegri reisn. Stjórnleysið tekur yfir. Hinn veiki hverfur smátt og smátt frá ástvinum sínum, inn í hyldýpið sem virkur alkóhólismi er. Þú gefst samt ekki upp. Berst gegn þessum sjúkdómi, það er barátta upp á líf og dauða. Þú fellur eftir góðan edrútíma. Stutt fall, þú nærð þér strax aftur á strik. Barnavernd stígur inn í. Án nokkurrar umhugsunar er barnið þitt tekið af heimilinu og vistað utan heimilis. Þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að ná bata frá sjúkdómnum, svo þú getir fengið barnið þitt aftur. Verður edrú, ferð að líða betur, stendur þig vel. Mætir í óboðuð vímuefnapróf hjá barnavernd og viðtöl. Þráir að fá barnið þitt tilbaka, ekkert í veröldinni skiptir þig meira máli, og þú gerir allt til að stuðla að því. Þú ert orðin/n edrú. Allt á uppleið. Samt færðu barnið ekki aftur. Barnavernd sakar þig um neyslu, þrátt fyrir að þú sért að skila hreinum vímuefnaprufum. Barnavernd segir þig vera ósamstarfsfúsa/n, þrátt fyrir að þú sért að gera allt sem þú getur til að vera í góðu samstarfi. Samþykkir allt sem barnavernd leggur til, enda erfitt fyrir brotinn alkóhólista að segja nei við heilt stjórnvald sem hefur ægivald yfir barninu þínu. “Ef þú samþykkir þetta ekki verður bara úrskurðað gegn þér” - er viðkvæðið sem þú færð frá starfsmönnum barnaverndar. Skýrslur barnaverndar og úrskurðir nefndarinnar eru yfirfullir af rangfærslum, villandi ummælum og afbökun á sannleikanum. Skýrslur þessar eru lagðar fyrir dómstóla af barnavernd og dómstólar byggja niðurstöðuna á þeim, þrátt fyrir harkaleg mótmæli af þinni hálfu. Það hlustar enginn á þig. Þú færð ekki nema fáeina mánuði til að ná þér fullkomlega á strik og ná algerri edrúmennsku til að eiga möguleika á að fá barnið þitt aftur. Að þeim tíma liðnum ertu dæmd/ur óhæft foreldri, “vonlaust case" og félagsráðgjafar barnaverndar taka ákvörðun um forsjársviptingu sem alla jafna er stimpluð athugasemdalaust af dómstólum. Á meðan forsjársviptingarmál er rekið fyrir dómi færðu bara að hitta barnið þitt einu sinni í mánuði, í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti og í sérstöku húsnæði barnaverndarnefndar. Eins og þú sért glæpamaður, eða hættuleg/ur þínum eigin börnum, þér er ekki treyst að umgangast börnin þín ein/n, jafnvel þótt þú hafir alið þessi börn, elskað þau skilyrðislaust og þinn eini vandi hvað forsjárhæfni varðar er fíknisjúkdómur sem reynir að taka allt, allt sem þér er kært, frá þér. Þú óskar eftir meiri umgengni. Í skýrslu talsmanns kemur fram að barnið þitt nánast grátbiður um að fá meiri umgengni, barnið vill hitta mömmu eða pabba meira. Þrátt fyrir það er gerð tillaga af hálfu barnaverndar um enn minni umgengni, sem er svo staðfest í úrskurði barnaverndarnefndar. Samhliða er rekið forsjársviptingamál gegn þér fyrir dómi. Það hentar ekki málatilbúnaði barnaverndarnefndar að þú sem foreldri barnsins hafir ríkulega umgengni við barnið þitt á meðan forsjársviptingarmál er rekið. Markmiðið er að slíta tengslin endanlega á milli þín og barnsins þíns og þá er umgengnin eins takmörkuð og hægt er. Jafnvel þótt þú sért í bata og edrú, þú ert látin/n skila hreinu vímuefnaprófi fyrir hverja umgengni og umgengni hafi ávallt gengið mjög vel. Þú hefur e.t.v. skilað tugum hreinna vímuefnaprufa en það skiptir ekki máli því starfsmenn barnaverndar trúa því samt að þú sért í neyslu og saka þig um að geta stjórnað því hvenær þú neytir og hvenær ekki, og getir þannig “undirbúið þig” undir hverja vímuefnaprufu með því einfaldlega að hætta neyslu fyrirvaralaust. Að þú sem alkóhólisti, getir “leikið þennan leik” ítrekað og jafnvel í tugi skipta yfir eins árs tímabil. Örvænting þín verður alger þegar þú áttar þig á því að það skiptir engu máli hvað þú gerir, búið er að taka ákvörðun um að taka frá þér barnið endanlega. Eftir að þú hefur svo verið endanlega svipt eða sviptur barni þínu, vegna fíknisjúkdóms, þá færðu ekki að hitta barnið þitt nema tvisvar á ári, í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti og í sérstöku húsnæði barnaverndarnefndar. Jafnvel þótt þú sért edrú og í góðum bata. Jafnvel þótt ekkert tilefni sé til að takmarka umgengnina svo mikið. Engin gild ástæða fyrir því að banna barninu þínu að hitta þig, foreldri sitt. Þessi umgengni er ákvörðuð án rökstuðnings og samþykkt af úrskurðarnefnd velferðarmála, dómstólum og yfirvöldum. “Svona er þetta bara”. Ímyndaðu þér að vera þetta foreldri og fá aðeins að hitta barnið þitt tvisvar á ári og undir eftirliti, eins og þú sért barni þínu ógn og hætta, bara af því að þú glímdir við alvarleg veikindi, jafnvel bara tímabundið. Þú fékkst bara nokkra mánuði. Jafnvel þótt það dugði til að komast í bata, var það ekki nóg, því það var “mat starfsmanna barnaverndar” að þú værir samt í neyslu. Svo varstu líka svo “ósamvinnufús", að þeirra mati. Forsjársvipt/ur. Þú óskar eftir því að fá að koma jólagjöfum til barnsins þíns. Nei, ekki heimilt, því næsta umgengni er ekki fyrr en um miðjan janúar eða kannski ekki fyrr en í júní. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þér ekki að hitta börnin þín. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þessum börnum ekki að hitta foreldra sína. Tvisvar á ári í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti, er normið. Þessi börn fá ekki að þekkja eða umgangast foreldra sína. Það er ekki hlustað á óskir barnanna, skýrsla talsmanns, aðeins formsatriði. Tengslin slitin fyrir fullt og allt, algert niðurbrot. Hvernig má það vera að við sem samfélag, leyfum þessu að viðgangast? Hvernig geta dómstólar, úrskurðarnefnd velferðarmála og stjórnvöld lagt blessun sína yfir þessi alvarlegu mannréttindabrot? Er hjarta ykkar orðið hart? Við verðum að gera betur. Kerfi sem sýnir viðlíka mannvonsku er vont kerfi. Við erum öll eitt. Við erum samfélag. Þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að veikjast alvarlega. Vera haldin/n krónískum sjúkdómi sem leiðir margar miljónir manna til dauða á ári hverju um allan heim. Sjúkdómurinn er sérstaklega þjáningarfullur og sviptir fólk iðulega mannlegri reisn. Stjórnleysið tekur yfir. Hinn veiki hverfur smátt og smátt frá ástvinum sínum, inn í hyldýpið sem virkur alkóhólismi er. Þú gefst samt ekki upp. Berst gegn þessum sjúkdómi, það er barátta upp á líf og dauða. Þú fellur eftir góðan edrútíma. Stutt fall, þú nærð þér strax aftur á strik. Barnavernd stígur inn í. Án nokkurrar umhugsunar er barnið þitt tekið af heimilinu og vistað utan heimilis. Þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að ná bata frá sjúkdómnum, svo þú getir fengið barnið þitt aftur. Verður edrú, ferð að líða betur, stendur þig vel. Mætir í óboðuð vímuefnapróf hjá barnavernd og viðtöl. Þráir að fá barnið þitt tilbaka, ekkert í veröldinni skiptir þig meira máli, og þú gerir allt til að stuðla að því. Þú ert orðin/n edrú. Allt á uppleið. Samt færðu barnið ekki aftur. Barnavernd sakar þig um neyslu, þrátt fyrir að þú sért að skila hreinum vímuefnaprufum. Barnavernd segir þig vera ósamstarfsfúsa/n, þrátt fyrir að þú sért að gera allt sem þú getur til að vera í góðu samstarfi. Samþykkir allt sem barnavernd leggur til, enda erfitt fyrir brotinn alkóhólista að segja nei við heilt stjórnvald sem hefur ægivald yfir barninu þínu. “Ef þú samþykkir þetta ekki verður bara úrskurðað gegn þér” - er viðkvæðið sem þú færð frá starfsmönnum barnaverndar. Skýrslur barnaverndar og úrskurðir nefndarinnar eru yfirfullir af rangfærslum, villandi ummælum og afbökun á sannleikanum. Skýrslur þessar eru lagðar fyrir dómstóla af barnavernd og dómstólar byggja niðurstöðuna á þeim, þrátt fyrir harkaleg mótmæli af þinni hálfu. Það hlustar enginn á þig. Þú færð ekki nema fáeina mánuði til að ná þér fullkomlega á strik og ná algerri edrúmennsku til að eiga möguleika á að fá barnið þitt aftur. Að þeim tíma liðnum ertu dæmd/ur óhæft foreldri, “vonlaust case" og félagsráðgjafar barnaverndar taka ákvörðun um forsjársviptingu sem alla jafna er stimpluð athugasemdalaust af dómstólum. Á meðan forsjársviptingarmál er rekið fyrir dómi færðu bara að hitta barnið þitt einu sinni í mánuði, í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti og í sérstöku húsnæði barnaverndarnefndar. Eins og þú sért glæpamaður, eða hættuleg/ur þínum eigin börnum, þér er ekki treyst að umgangast börnin þín ein/n, jafnvel þótt þú hafir alið þessi börn, elskað þau skilyrðislaust og þinn eini vandi hvað forsjárhæfni varðar er fíknisjúkdómur sem reynir að taka allt, allt sem þér er kært, frá þér. Þú óskar eftir meiri umgengni. Í skýrslu talsmanns kemur fram að barnið þitt nánast grátbiður um að fá meiri umgengni, barnið vill hitta mömmu eða pabba meira. Þrátt fyrir það er gerð tillaga af hálfu barnaverndar um enn minni umgengni, sem er svo staðfest í úrskurði barnaverndarnefndar. Samhliða er rekið forsjársviptingamál gegn þér fyrir dómi. Það hentar ekki málatilbúnaði barnaverndarnefndar að þú sem foreldri barnsins hafir ríkulega umgengni við barnið þitt á meðan forsjársviptingarmál er rekið. Markmiðið er að slíta tengslin endanlega á milli þín og barnsins þíns og þá er umgengnin eins takmörkuð og hægt er. Jafnvel þótt þú sért í bata og edrú, þú ert látin/n skila hreinu vímuefnaprófi fyrir hverja umgengni og umgengni hafi ávallt gengið mjög vel. Þú hefur e.t.v. skilað tugum hreinna vímuefnaprufa en það skiptir ekki máli því starfsmenn barnaverndar trúa því samt að þú sért í neyslu og saka þig um að geta stjórnað því hvenær þú neytir og hvenær ekki, og getir þannig “undirbúið þig” undir hverja vímuefnaprufu með því einfaldlega að hætta neyslu fyrirvaralaust. Að þú sem alkóhólisti, getir “leikið þennan leik” ítrekað og jafnvel í tugi skipta yfir eins árs tímabil. Örvænting þín verður alger þegar þú áttar þig á því að það skiptir engu máli hvað þú gerir, búið er að taka ákvörðun um að taka frá þér barnið endanlega. Eftir að þú hefur svo verið endanlega svipt eða sviptur barni þínu, vegna fíknisjúkdóms, þá færðu ekki að hitta barnið þitt nema tvisvar á ári, í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti og í sérstöku húsnæði barnaverndarnefndar. Jafnvel þótt þú sért edrú og í góðum bata. Jafnvel þótt ekkert tilefni sé til að takmarka umgengnina svo mikið. Engin gild ástæða fyrir því að banna barninu þínu að hitta þig, foreldri sitt. Þessi umgengni er ákvörðuð án rökstuðnings og samþykkt af úrskurðarnefnd velferðarmála, dómstólum og yfirvöldum. “Svona er þetta bara”. Ímyndaðu þér að vera þetta foreldri og fá aðeins að hitta barnið þitt tvisvar á ári og undir eftirliti, eins og þú sért barni þínu ógn og hætta, bara af því að þú glímdir við alvarleg veikindi, jafnvel bara tímabundið. Þú fékkst bara nokkra mánuði. Jafnvel þótt það dugði til að komast í bata, var það ekki nóg, því það var “mat starfsmanna barnaverndar” að þú værir samt í neyslu. Svo varstu líka svo “ósamvinnufús", að þeirra mati. Forsjársvipt/ur. Þú óskar eftir því að fá að koma jólagjöfum til barnsins þíns. Nei, ekki heimilt, því næsta umgengni er ekki fyrr en um miðjan janúar eða kannski ekki fyrr en í júní. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þér ekki að hitta börnin þín. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þessum börnum ekki að hitta foreldra sína. Tvisvar á ári í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti, er normið. Þessi börn fá ekki að þekkja eða umgangast foreldra sína. Það er ekki hlustað á óskir barnanna, skýrsla talsmanns, aðeins formsatriði. Tengslin slitin fyrir fullt og allt, algert niðurbrot. Hvernig má það vera að við sem samfélag, leyfum þessu að viðgangast? Hvernig geta dómstólar, úrskurðarnefnd velferðarmála og stjórnvöld lagt blessun sína yfir þessi alvarlegu mannréttindabrot? Er hjarta ykkar orðið hart? Við verðum að gera betur. Kerfi sem sýnir viðlíka mannvonsku er vont kerfi. Við erum öll eitt. Við erum samfélag. Þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er lögmaður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun