Origo kaupir allt hlutafé í Syndis Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 13:11 Tuttugu öryggissérfræðingar munu starfa hjá Syndis. Syndis Origo hefur keypt 100 prósent hlut í netöryggisfyrirtækinu Syndis en með kaupunum munu öryggislausnir Origo og Syndis sameinast undir merki þess síðarnefnda. Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa tuttugu öryggissérfræðingar og flytjast níu starfsmenn frá Origo til Syndis. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn fyrirtækjanna er markmiðið með kaupunum að búa til sterka einingu sem býður heildstæða stafræna öryggisþjónustu og ráðgjöf og þróar varnir gegn netárásum og gagna- og auðkennisþjófnaði. Sameinuð þekking og reynsla úr báðum áttum er sögð gera Syndis enn betur í stakk búið að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að auka öryggisvitund ásamt því að vera enn betur undirbúin í að verjast netárásum sem séu í sífelldri þróun. Munu leggja gríðarlega áherslu á rannsóknir og þróunarstarf „Stafræn umbreyting er orðin ráðandi í starfsemi fyrirtækja og hún kallar á nýja nálgun í vörnum kerfa og gagna. Þá er aukin þörf á eftirliti með rekstrarumhverfi og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við sjáum mikil sóknarfæri framundan eftir því sem stafrænni umbreytingu fyrirtækja vex ásmegin og teljum að sú sérhæfing sem Origo teymið býr yfir muni efla getu og þekkingu Syndis á öryggislausnum og vöktun,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis, í tilkynningu. Anton Már Egilsson, forstöðumaður skýja- og öryggislausna Origo, segir að markmiðið sé að sameina tvær sterkar einingar sem bæti hvor aðra upp og hafi verið á fleygiferð í netöryggismálum. Theódór R. Gíslason, tæknistjóri Syndis, segir að Syndis verði áfram íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hafi það markmið að efla öryggi sinna viðskiptavina sem og samfélagsins í heild sinni. „Gríðarleg áhersla mun vera á að auka rannsóknar og þróunarstarf hér á landi sem mun mæta sívaxandi þörf fyrir öflugar lausnir og stafrænt öryggi til framtíðar,“ segir Theódór í tilkynningu. Tækni Netöryggi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn fyrirtækjanna er markmiðið með kaupunum að búa til sterka einingu sem býður heildstæða stafræna öryggisþjónustu og ráðgjöf og þróar varnir gegn netárásum og gagna- og auðkennisþjófnaði. Sameinuð þekking og reynsla úr báðum áttum er sögð gera Syndis enn betur í stakk búið að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að auka öryggisvitund ásamt því að vera enn betur undirbúin í að verjast netárásum sem séu í sífelldri þróun. Munu leggja gríðarlega áherslu á rannsóknir og þróunarstarf „Stafræn umbreyting er orðin ráðandi í starfsemi fyrirtækja og hún kallar á nýja nálgun í vörnum kerfa og gagna. Þá er aukin þörf á eftirliti með rekstrarumhverfi og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við sjáum mikil sóknarfæri framundan eftir því sem stafrænni umbreytingu fyrirtækja vex ásmegin og teljum að sú sérhæfing sem Origo teymið býr yfir muni efla getu og þekkingu Syndis á öryggislausnum og vöktun,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis, í tilkynningu. Anton Már Egilsson, forstöðumaður skýja- og öryggislausna Origo, segir að markmiðið sé að sameina tvær sterkar einingar sem bæti hvor aðra upp og hafi verið á fleygiferð í netöryggismálum. Theódór R. Gíslason, tæknistjóri Syndis, segir að Syndis verði áfram íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hafi það markmið að efla öryggi sinna viðskiptavina sem og samfélagsins í heild sinni. „Gríðarleg áhersla mun vera á að auka rannsóknar og þróunarstarf hér á landi sem mun mæta sívaxandi þörf fyrir öflugar lausnir og stafrænt öryggi til framtíðar,“ segir Theódór í tilkynningu.
Tækni Netöryggi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira