Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 14:01 Sveinbjörn Iura og pabbi hans hafa verið í einangrun á hótelherbergi í Tyrklandi í viku. Instagram/@sjiura Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn. Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira