Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 14:01 Sveinbjörn Iura og pabbi hans hafa verið í einangrun á hótelherbergi í Tyrklandi í viku. Instagram/@sjiura Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn. Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira
Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira