Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2021 09:06 Karen tók við starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar í september 2018. Aðsend Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. „Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28