Grímulaust sumar Marta Eiríksdóttir skrifar 9. apríl 2021 13:30 Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar. Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri! Ég frétti af íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór í tveggja vikna sóttkví á hóteli í Perth, Ástralíu. Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid. Maður nokkur var á ferðalagi í Mongolíu og sat þar inni í sóttkví á hótelherbergi í þrjár vikur!! Norðmenn skikka fólk sem kemur til Noregs í 10 daga sóttkví og leyfa engar óþarfa túristaferðir inn í landið núna. Landið er því lokað að vissu marki! - Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er, segir hann. Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en afhverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum? Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eygja þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum. Höfundur er með diplómagráðu í ferðamálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Ólafur Darri var í viðtali við Bylgjuna í þessari viku en hann er staddur við tökur í Ástralíu þar sem hann varð fyrst að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins, ég endurtek 2 vikur inni á lokuðu hótelherbergi, mátti ekkert fara út í þennan tíma. Hann hafði að vísu svalir og sagði auðvitað þetta hafa verið skrítið en svona voru lög og reglur þar í landi sem hann að sjálfsögðu virti og sagðist bara hafa haft það ágætt og notið einverunnar. Svo losnaði hann út og fór grímulaus út í samfélagið en það er vel hægt því Ástralir leyfa engar óþarfa ferðir útlendinga inn í landið og kvóti er á fjölda fólks á dag inn í landið. Túristaheimsóknir verða að bíða betri tíma segja þeir, því verið er að vernda líf almennings og leyfa þeim að njóta þess að vera frjáls og grímulaus í landi sem hefur lokuð landamæri! Ég frétti af íslenskri fjögurra manna fjölskyldu sem fór í tveggja vikna sóttkví á hóteli í Perth, Ástralíu. Þeim var fylgt af lögreglu á hótelið frá flugvellinum. Á hótelinu voru engir opnanlegir gluggar né svalir, enginn útivistartími, þrjár máltíðir á dag og öryggisverðir á hverri hæð. Það var hringt í þau á tveggja daga fresti til að athuga hvernig þau höfðu það. Þau þurftu öll fjögur að fara í tvær covid skimanir. Konan sagði þetta hafa verið krefjandi verkefni en vel þess virði til að lifa í samfélagi með engu covid. Maður nokkur var á ferðalagi í Mongolíu og sat þar inni í sóttkví á hótelherbergi í þrjár vikur!! Norðmenn skikka fólk sem kemur til Noregs í 10 daga sóttkví og leyfa engar óþarfa túristaferðir inn í landið núna. Landið er því lokað að vissu marki! - Gylfi Zoega hagfræðingur segir um okkur Íslendinga að við séum 90% hagkerfi Íslands þessa dagana vegna þess að við erum ekki að ferðast til útlanda og eyðum því meira af peningum innanlands í allskonar upplifanir og verslun. Við þurfum sem sagt ekki erlenda túrista vegna hagkerfisins eins og staðan er, segir hann. Þórólfur biður landsmenn að fara ekki í nauðsynjalaus ferðalög til útlanda vegna aðstæðna í heiminum. Bíddu, en afhverju megum við þá ekki loka á nauðsynjalaus ferðalög hingað til lands, láta þetta gilda í báðar áttir? Væri það ekki skynsamlegt eins og staðan er núna í heiminum? Maður spyr sig. Getum við gert þetta? Hugsað meira um heildina; Um okkur sjálf? Verndað í leiðinni heilsu almennings, þeirra sem búsettir eru á Íslandi? Eygja þannig von um gott sumar. Geta gert allt sem við viljum innanlands í vor og sumar, með strangara hliði að landamærum okkar? Njóta þess miklu betur að vera eyland. Grímulaus og frjáls í eigin landi. Lifa þokkalega eðlilegu lífi á eyjunni okkar, á meðan veirufaraldurinn gengur yfir í umheiminum. Höfundur er með diplómagráðu í ferðamálafræðum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar