Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2021 20:00 Filippus og Elísabet á demantsbrúðkaupsafmæli sínu árið 2007. Getty/Tim Graham Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. Filippus hefði orðið hundrað ára í júní en hann lætur eftir sig fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. Enginn hefur lengur gegnt hlutverki maka konungs eða drottningar í sögu Bretlands. Prinsinn þjónaði í sjóhernum í seinni heimsstyrjöld og beitti sér síðustu áratugi í þágu íþrótta, hreyfingar barna og vísinda svo fátt eitt sé nefnt. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar innan sem utan Bretlands í dag vegna andláts Filippusar og fjöldi lagði leið sína að Windsor-kastala, þar sem hann lést, og skildi eftir blómvendi. „Hann var augljóslega þjóðargersemi, maðurinn. Filippus fékk okkur til að hlæja, hann var bráðgáfaður og stórmenni. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hans við drottninguna og hann skipti þjóðina miklu máli,“ sagði Lundúnabúinn Alice Tharme við AP-fréttaveituna. Breskir ráðamenn sem og aðrir minntust prinsins í ræðum og tilkynningum í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði Filippusar verða minnst fyrir stuðning við drottninguna og þjónustu við þjóðina. "Prince Philip earned the affection of generations here in the United Kingdom, across the Commonwealth and around the world"Prime Minister Boris Johnson pays tribute to the Duke of Edinburgh, who has died aged 99https://t.co/N3GMfUBjjk pic.twitter.com/oKlZ1SuGgS— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 9, 2021 „Hann hjálpaði til við að stýra konungsfjölskyldunni og krúnunni og kom að því að gera stofnunina bráðnauðsynlega fyrir bresku þjóðina,“ sagði Johnson. President Trump and I extend our deepest condolences to Her Majesty the Queen, the Royal Family, and the people of Great Britain as the world mourns the loss of Prince Philip.— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) April 9, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Filippus hefði orðið hundrað ára í júní en hann lætur eftir sig fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. Enginn hefur lengur gegnt hlutverki maka konungs eða drottningar í sögu Bretlands. Prinsinn þjónaði í sjóhernum í seinni heimsstyrjöld og beitti sér síðustu áratugi í þágu íþrótta, hreyfingar barna og vísinda svo fátt eitt sé nefnt. Flaggað var í hálfa stöng víðs vegar innan sem utan Bretlands í dag vegna andláts Filippusar og fjöldi lagði leið sína að Windsor-kastala, þar sem hann lést, og skildi eftir blómvendi. „Hann var augljóslega þjóðargersemi, maðurinn. Filippus fékk okkur til að hlæja, hann var bráðgáfaður og stórmenni. Það var fallegt að fylgjast með sambandi hans við drottninguna og hann skipti þjóðina miklu máli,“ sagði Lundúnabúinn Alice Tharme við AP-fréttaveituna. Breskir ráðamenn sem og aðrir minntust prinsins í ræðum og tilkynningum í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði Filippusar verða minnst fyrir stuðning við drottninguna og þjónustu við þjóðina. "Prince Philip earned the affection of generations here in the United Kingdom, across the Commonwealth and around the world"Prime Minister Boris Johnson pays tribute to the Duke of Edinburgh, who has died aged 99https://t.co/N3GMfUBjjk pic.twitter.com/oKlZ1SuGgS— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 9, 2021 „Hann hjálpaði til við að stýra konungsfjölskyldunni og krúnunni og kom að því að gera stofnunina bráðnauðsynlega fyrir bresku þjóðina,“ sagði Johnson. President Trump and I extend our deepest condolences to Her Majesty the Queen, the Royal Family, and the people of Great Britain as the world mourns the loss of Prince Philip.— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) April 9, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09