Samfylkingin endurskrifar söguna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 16:30 Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna við atkvæðagreiðslu í þinginu og síðan hefur formaður velferðarnefndar og þingmaður SF tekið undir og talað niður þann fjölda fólks sem hér um ræðir. Samfylkingin hefur heldur engan áhuga á því hvað varð um þær eignir sem fólk missti á árunum eftir hrun. Svo undarlegt sem það nú er kemur þingflokksformaður Samfylkingar af Suðurnesjum en þar misstu einna flestir heimili sín á þessu tímabili. Flestar enduðu eignirnar í höndum risastórra leigufélaga eftir þó nokkuð brask. Þessir atburðir virðast hafa farið fram hjá þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Það má með sanni segja að hún sé í nánu sambandi við nærumhverfi sitt eða hitt þó heldur. Ömurlegri er þó viðleitni þingmanna SF til að gera lítið úr tjóni þeirra fjölmörgu sem voru hrakin úr húsnæði sínu. Húseignir fólks voru hirtar á hrakvirði og síðan seldar ýmsum bröskurum. Íbúðalánasjóður og braskararnir græddu umtalsvert á kostnað almennings. Undirritaður hefur reynt að varpa ljósi á þessa atburðarrás með því að afla upplýsinga úr kerfinu um málið. Félags- og barnamálaráðherra var afar tregur til upplýsingagjafar og fór í bága við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp í viðleitni sinni til þöggunar. Eftir þriggja ára bið eftir upplýsingum liggur fyrir að aðeins Íbúðalánasjóður einn seldi rúmar fjögurþúsundogþrjúhundruð eignir á ellefu ára tímabili árin 2009 -2019. Ætla má að í þessum íbúðum hafi búið um tíu þúsund manns. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum upplýsingum merkilegt fálæti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er mönnum sama um tjón þúsunda einstaklinga vegna framkomu ríkisstjórnar þess tíma og fjármálakerfisins? Á Samfylkingin máske vildarvini í hópi fjölmiðlamanna? Nýlega var undirrituðum synjað um upplýsingar um sölu Landsbankans á fullnustuíbúðum en baráttan fyrir birtingu þeirra upplýsinga heldur áfram. Það kom hins vegar fram í svari dómsmálaráðherra á þingskjali 2051/2019 við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns Miðflokksins að á árunum 2008-2018 voru fjármálafyrirtæki á einhverjum tímabilum þinglýstir eigendur frá rúmlega 600 til allt að 4.000 fasteigna á ári hverju þetta tímabil. Samtals tæplega 27 þúsund eignir. Það er því hafið yfir vafa að allt að tíu þúsund eignir voru hirtar af almenningi þessi ár. Nú er það að sumu leyti skiljanlegt að Samfylkingin reyni að klóra yfir þá staðreynd að á stjórnartíma flokksins í hruninu og árin eftir hrun sýndi flokkurinn engan áhuga á stöðu heimilanna. Það hefur greinilega ekkert breyst! Að lokum má vitna til orða löngu gegnins Hafnarfjarðarkrata sem ég þekkti en hann sagði þegar yfir hann gekk: ,,Svo kalla þeir sig Jafnaðarmenn þessir andsk…..“ Góð áminning í undanfara kosninga. Þær þúsundir sem misstu heimili sín hafa ekkert að sækja til Samfylkingar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar