Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 12:01 Julius Randle hefur verið frábær það sem af er leiktíð. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. New York Knicks vann Los Angeles Lakers með 15 stiga mun í nótt, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, fór að venju fyrir sínum mönnum en hinn 26 ára gamli Randle hefur átt frábært tímabil fyrir Knicks. Það er að miklu leyti reynslu hans í deildinni að þakka sem og heillaráð sem hann fékk frá Kobe á sínum tíma. Randle var í herbúðum Lakers frá því hann kom í deildina árið 2014 og allt til ársins 2018. Þaðan fór hann til New Orleans Pelicans og svo til Knicks árið 2019. Hann er nú að eiga sitt besta tímabil til þessa. Í þeim 54 leikjum sem Randle hefur spilað í vetur hefur hann skorað 23 stig að meðaltali í leik, tekið 10.7 fráköst og gefið sex stoðsendingar. Frammistaða sem skilaði honum í Stjörnuleik deildarinnar. Í nótt bætti hann um betur og skorað 34 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Enginn á vellinum skoraði meira og enginn tók fleiri fráköst. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Í leik næturinnar sagði einn lýsandi leiksins frá þeirri lífslexíu sem Kobe gaf ungum Randle á sínum tíma. Randle sjálfur skrifaði um þetta á vefnum Players Tribune í síðasta mánuði. Kobe sagði Randle að alltaf þegar liðið lenti í nýrri borg fyrir næsta leik þá væri mikilvægt að finna íþróttasal og ná nokkrum – eða allmörgum – skotum áður en haldið væri á hótelið. Það skipti engu máli hvað klukkan væri eða hversu óhentugt það gæti verið. Þetta er leikurinn og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Skömmu eftir að Kobe féll frá síðasta vor átti Knicks leik í Detroit. Klukkan var orðin margt en liðið fann samt sem áður skóla í grennd við hótelið sem samþykkti að hafa íþróttasalinn opinn lengur. Þegar Randle mætti beið yfirmaður íþróttasviðs skólans við hurðina. Sá sagði að það væri langt síðan skólinn hefði fengið beiðni sem þessa og leikmenn virtust ekki nenna að leggja þessa auka vinnu á sig. Sá síðasti til að mæta í skólann og ná skotum um miðja nótt, að sjálfsögðu Kobe Bryant. Randle sagði að hann hefði fengið gæsahúð og verið hálfpartinn í uppnámi eftir á enda stutt síðan Kobe féll frá. This story about the advice Kobe gave to Julius Randle is amazing.Made his work ethic what it is today pic.twitter.com/mkGBxLdJzs— Bleacher Report (@BleacherReport) April 13, 2021 Það sem Randle er þó stoltastur af er að ungu leikmennirnir í herbúðum New York Knicks hafa ákveðið að feta í fótspor Randle. Mæta þeir með honum um miðja nótt til þess eins að halda sér við efnið og bæta sig. Randle virðist því vera að kenna ungum leikmönnum liðsins það sem Kobe kenndi honum á sínum tíma. Það þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Kobe Bryant og Julius Randle léku saman hjá Los Angeles Lakers árin 2014 til 2016.Rob Carr/Getty Images NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
New York Knicks vann Los Angeles Lakers með 15 stiga mun í nótt, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, fór að venju fyrir sínum mönnum en hinn 26 ára gamli Randle hefur átt frábært tímabil fyrir Knicks. Það er að miklu leyti reynslu hans í deildinni að þakka sem og heillaráð sem hann fékk frá Kobe á sínum tíma. Randle var í herbúðum Lakers frá því hann kom í deildina árið 2014 og allt til ársins 2018. Þaðan fór hann til New Orleans Pelicans og svo til Knicks árið 2019. Hann er nú að eiga sitt besta tímabil til þessa. Í þeim 54 leikjum sem Randle hefur spilað í vetur hefur hann skorað 23 stig að meðaltali í leik, tekið 10.7 fráköst og gefið sex stoðsendingar. Frammistaða sem skilaði honum í Stjörnuleik deildarinnar. Í nótt bætti hann um betur og skorað 34 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Enginn á vellinum skoraði meira og enginn tók fleiri fráköst. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Í leik næturinnar sagði einn lýsandi leiksins frá þeirri lífslexíu sem Kobe gaf ungum Randle á sínum tíma. Randle sjálfur skrifaði um þetta á vefnum Players Tribune í síðasta mánuði. Kobe sagði Randle að alltaf þegar liðið lenti í nýrri borg fyrir næsta leik þá væri mikilvægt að finna íþróttasal og ná nokkrum – eða allmörgum – skotum áður en haldið væri á hótelið. Það skipti engu máli hvað klukkan væri eða hversu óhentugt það gæti verið. Þetta er leikurinn og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Skömmu eftir að Kobe féll frá síðasta vor átti Knicks leik í Detroit. Klukkan var orðin margt en liðið fann samt sem áður skóla í grennd við hótelið sem samþykkti að hafa íþróttasalinn opinn lengur. Þegar Randle mætti beið yfirmaður íþróttasviðs skólans við hurðina. Sá sagði að það væri langt síðan skólinn hefði fengið beiðni sem þessa og leikmenn virtust ekki nenna að leggja þessa auka vinnu á sig. Sá síðasti til að mæta í skólann og ná skotum um miðja nótt, að sjálfsögðu Kobe Bryant. Randle sagði að hann hefði fengið gæsahúð og verið hálfpartinn í uppnámi eftir á enda stutt síðan Kobe féll frá. This story about the advice Kobe gave to Julius Randle is amazing.Made his work ethic what it is today pic.twitter.com/mkGBxLdJzs— Bleacher Report (@BleacherReport) April 13, 2021 Það sem Randle er þó stoltastur af er að ungu leikmennirnir í herbúðum New York Knicks hafa ákveðið að feta í fótspor Randle. Mæta þeir með honum um miðja nótt til þess eins að halda sér við efnið og bæta sig. Randle virðist því vera að kenna ungum leikmönnum liðsins það sem Kobe kenndi honum á sínum tíma. Það þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Kobe Bryant og Julius Randle léku saman hjá Los Angeles Lakers árin 2014 til 2016.Rob Carr/Getty Images NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32
Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30