Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 08:48 Gaetz með Trump fyrrverandi forseta á hafnaboltaleik. Þingmaðurinn hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Trump á þingi. AP/Andrew Harnik Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal
Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14