Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 11:29 Íbúar í Mumbaí búa sig undir strangar sóttvarnaaðgerðir sem hefjast í kvöld. AP/Rafiq Maqbool Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira