Fólk sem á heitan pott kann að skemmta sér Heitirpottar.is 15. apríl 2021 08:50 Kristján og Sólveig Lilja ásamt Sigga Hlö á opnun verslunarinnar Heitirpottar.is um liðna helgi. Fiskikóngurinn selur víst ekki bara fisk. Kristján Berg og Sólveig Lilja hafa opnað glæsilega sérverslun með heita potta. „Það er lykilatriði að hafa gaman í lífinu og fólk sem kann að skemmta sér, það á heitan pott í garðinum,“ segir Kristján Berg, fiskikóngur og eigandi heitirpottar.is en hann og eiginkona hans, Sólveig Lilja, opnuðu glæsilega verslun með heita potta, sundlaugar og saunaklefa að Fosshálsi 13 um liðna helgi. Mikið var um dýrðir við opnunina, diskókúla í loftinu og Siggi Hlö þeytti skífum í beinni útsendingu á Bylgjunni. „Við gerum allt sem ekki má, opnum diskótek inni í búð meðan allir næturklúbbar eru lokaðir og seljum sundlaugar þegar lokað er í sund,“ segir Kristján hlæjandi en samkomubannið hefur reynst mörgum erfitt. „Það getur enginn bannað fólki að fara í bað heima hjá sér og við viljum gleðja landann,“ segir hann enda hafi Íslendingar fjárfest í heitum pottum sem aldrei fyrr og salan áttfaldast í apríl og mars. Eitt mesta úrval landsins af heitum pottum er að finna í nýjui versluninni. „Fólk fer að hugsa inn á við í svona ástandi og vill geta notið heima hjá sér, styrkt fjölskylduna og sjálft sig. Við erum stærsta sérverslun sinnar tegundar á Íslandi með potta frá A til Ö, rafmagnspotta, heitaveituskeljar, saunaklefa og svo nýjasta nýtt, köldu pottana. Sumir vilja pína sig í þeim og segja það hollt. En auðvitað er líka hægt að setja heitt vatn í þá ef kuldinn verður óþægilegur,“ segir Kristján sposkur. „Svo erum við með 5000 lítra potta sem eru eins og sundlaugar, með mótor sem keyrir vatnið á móti þér svo hægt er að synda á staðnum með því að smeygja sér í teygju sem fest er við bakkann. Við erum einnig með allskonar aukahluti, vindsængur, hreinsefni, síur og háfa. Þú færð í raun allt fyrir heita pottinn á einum stað hjá okkur, nema sundfötin. Stuð og stemming ræður ríkjum í versluninni alla daga. Diskóstemmingin dunar áfram Kristján er þekktastur fyrir að selja fisk en hefur selt heita potta í sextán ár. Hann á sér einnig aðra hlið sem DJ. „Ég vil kalla Sigga Hlö Pottakónginn því er alltaf í stuði til að koma fólki í heitum pottum í stuð en ég tók við af Sigga sem DJ í Seljaskóla á sínum tíma. Það fara náttúrlega ekki margir í skóna hans en ég er enn að. Ég var með DJ græjurnar uppi heima en fór með þær hingað í búðina eftir kvartanir frá konunni. Þetta gerir stormandi lukku í búðinni. Við lækkum bara aðeins þegar viðskiptavinir koma inn, eða ekki, það fer eftir stuðinu. Aðalatriðið er að skemmta sér og fólk sem á heita potta kann það.“ Verslunin er að Fosshálsi 13. Þáttinn hans Sigga Hlö, Veistu hver ég var?, sem sendur var út frá nýju verslun Heitirpottar.is á laugardaginn síðasta má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan: Verslun Tímamót Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Það er lykilatriði að hafa gaman í lífinu og fólk sem kann að skemmta sér, það á heitan pott í garðinum,“ segir Kristján Berg, fiskikóngur og eigandi heitirpottar.is en hann og eiginkona hans, Sólveig Lilja, opnuðu glæsilega verslun með heita potta, sundlaugar og saunaklefa að Fosshálsi 13 um liðna helgi. Mikið var um dýrðir við opnunina, diskókúla í loftinu og Siggi Hlö þeytti skífum í beinni útsendingu á Bylgjunni. „Við gerum allt sem ekki má, opnum diskótek inni í búð meðan allir næturklúbbar eru lokaðir og seljum sundlaugar þegar lokað er í sund,“ segir Kristján hlæjandi en samkomubannið hefur reynst mörgum erfitt. „Það getur enginn bannað fólki að fara í bað heima hjá sér og við viljum gleðja landann,“ segir hann enda hafi Íslendingar fjárfest í heitum pottum sem aldrei fyrr og salan áttfaldast í apríl og mars. Eitt mesta úrval landsins af heitum pottum er að finna í nýjui versluninni. „Fólk fer að hugsa inn á við í svona ástandi og vill geta notið heima hjá sér, styrkt fjölskylduna og sjálft sig. Við erum stærsta sérverslun sinnar tegundar á Íslandi með potta frá A til Ö, rafmagnspotta, heitaveituskeljar, saunaklefa og svo nýjasta nýtt, köldu pottana. Sumir vilja pína sig í þeim og segja það hollt. En auðvitað er líka hægt að setja heitt vatn í þá ef kuldinn verður óþægilegur,“ segir Kristján sposkur. „Svo erum við með 5000 lítra potta sem eru eins og sundlaugar, með mótor sem keyrir vatnið á móti þér svo hægt er að synda á staðnum með því að smeygja sér í teygju sem fest er við bakkann. Við erum einnig með allskonar aukahluti, vindsængur, hreinsefni, síur og háfa. Þú færð í raun allt fyrir heita pottinn á einum stað hjá okkur, nema sundfötin. Stuð og stemming ræður ríkjum í versluninni alla daga. Diskóstemmingin dunar áfram Kristján er þekktastur fyrir að selja fisk en hefur selt heita potta í sextán ár. Hann á sér einnig aðra hlið sem DJ. „Ég vil kalla Sigga Hlö Pottakónginn því er alltaf í stuði til að koma fólki í heitum pottum í stuð en ég tók við af Sigga sem DJ í Seljaskóla á sínum tíma. Það fara náttúrlega ekki margir í skóna hans en ég er enn að. Ég var með DJ græjurnar uppi heima en fór með þær hingað í búðina eftir kvartanir frá konunni. Þetta gerir stormandi lukku í búðinni. Við lækkum bara aðeins þegar viðskiptavinir koma inn, eða ekki, það fer eftir stuðinu. Aðalatriðið er að skemmta sér og fólk sem á heita potta kann það.“ Verslunin er að Fosshálsi 13. Þáttinn hans Sigga Hlö, Veistu hver ég var?, sem sendur var út frá nýju verslun Heitirpottar.is á laugardaginn síðasta má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:
Verslun Tímamót Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira