Leiðtogi Sinn Féin biðst afsökunar á morðinu á Mountbatten lávarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 06:47 Lord Mountbatte, í miðjunni, heimsækir John F. Kennedy í Hvíta húsið. John F. Kennedy Presidential Library Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur beðist afsökunar á dauða Mountbatten lávarðs, frænda hertogans af Edinborg. Mountbatten var myrtur af Írska lýðveldishernum (IRA) árið 1979. McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur. Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur.
Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira