Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 11:38 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. „Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“ Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira