Finnur Freyr: Náðum að kreista út sigurinn Gunnar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2021 21:25 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals i körfuknattleik, sagði liðið varla hafa verðskuldað 91-95 sigur sinn á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Stórleikur Jordan Roland, sem skoraði 33 stig í seinni hálfleik en aðeins tvö í þeim fyrr, skildi liðin að. „Ég gerði ekkert ákveðið,“ svaraði Finnur Freyr aðspurður um hvernig hann hefði kveikt á Jordan í hálfleik. „Hann var ekki sáttur við sinn leik í fyrrihálfleik frekar en bróðurparturinn af liðinu. Hann og aðrir stigu upp í seinni hálfleik. Mér fannst við oft ekki leita nóg að honum í fyrri hálfleik, hann fékk ekki boltann í sínum bestu stöðum en í seinni hálfleik var hann ákveðinn og gerði hrikalega vel.“ Finnur Freyr viðurkenndi þó að Valur mætti þakka fyrir að hafa hreppt sigurinn og stigin tvö en liðið virtist ryðgað framan af eftir mánaðarhlé í deildinni vegna Covid-faraldursins. „Frammistaðan var ekki nógu góð en sigurinn geggjaður. Við getum spilað töluvert betur. En það er eðlilegt að það sé smá ryð eftir pásuna. Mér fannst Höttur spila virkilega vel en við vorum daprir varnarlega og í raun á hælunum frá fyrstu mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við nokkrum körfum í röð en skotin þeirra láku inn, Dino og fleiri settu niður stór skot og svo var Mallory frábær allan leikinn. Í lokum skoruðum við nokkrar körfur, náðum lykilstoppum og þannig að kreista þetta út. Þar við sat.“ Valur er nú kominn í fimmta sætið, tveimur stigum á eftir KR í hinu dýrmæta fjórða sæti sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Það gleður okkur að fara með tvö stig frá virkilega erfiðum útivelli. Hver leikur er fyrir okkur úrslitakeppnisleikur, við viljum tryggja okkur inn og komast eins hátt og hægt er en það er margt sem við þurfum að gera betur en í dag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Ég gerði ekkert ákveðið,“ svaraði Finnur Freyr aðspurður um hvernig hann hefði kveikt á Jordan í hálfleik. „Hann var ekki sáttur við sinn leik í fyrrihálfleik frekar en bróðurparturinn af liðinu. Hann og aðrir stigu upp í seinni hálfleik. Mér fannst við oft ekki leita nóg að honum í fyrri hálfleik, hann fékk ekki boltann í sínum bestu stöðum en í seinni hálfleik var hann ákveðinn og gerði hrikalega vel.“ Finnur Freyr viðurkenndi þó að Valur mætti þakka fyrir að hafa hreppt sigurinn og stigin tvö en liðið virtist ryðgað framan af eftir mánaðarhlé í deildinni vegna Covid-faraldursins. „Frammistaðan var ekki nógu góð en sigurinn geggjaður. Við getum spilað töluvert betur. En það er eðlilegt að það sé smá ryð eftir pásuna. Mér fannst Höttur spila virkilega vel en við vorum daprir varnarlega og í raun á hælunum frá fyrstu mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við nokkrum körfum í röð en skotin þeirra láku inn, Dino og fleiri settu niður stór skot og svo var Mallory frábær allan leikinn. Í lokum skoruðum við nokkrar körfur, náðum lykilstoppum og þannig að kreista þetta út. Þar við sat.“ Valur er nú kominn í fimmta sætið, tveimur stigum á eftir KR í hinu dýrmæta fjórða sæti sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Það gleður okkur að fara með tvö stig frá virkilega erfiðum útivelli. Hver leikur er fyrir okkur úrslitakeppnisleikur, við viljum tryggja okkur inn og komast eins hátt og hægt er en það er margt sem við þurfum að gera betur en í dag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira