Darri: Fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. apríl 2021 22:29 Darri Freyr var svekktur með tap sinna manna í kvöld vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var eðlilega svekktur með tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í Dominos deild karla í kvöld. Hann sá þó jákvæða kafla í leiknum og vildi einblína á þá. „Ég er auðvitað ósáttur við að tapa þessum leik. Mér fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið,“ sagði Darri eftir leikinn í kvöld. „Við erum ekki á þeim stað varnarlega að við getum leyft okkur að vera ekki alveg 100% on. Við erum ekki með fimm svona einn á einn stoppara á vellinum á sama tíma og þegar það eru svona litlir hlutir varnarlega eins og að stíga á skotmanninn í horninu þegar það er engin ástæða til og svo framvegis, þá refsa góð lið eins og Þór okkur. Það er það sem gerðist í fyrri hálfleik og þá erum við komnir með bakið upp við vegg.“ Darri sá þó jákvæða kafla í leik sinna manna. „Við rífum okkur í gang þegar það eru fimm mínútur eftir af þriðja og sýnum síðan hvernig við vinnum svona leiki þegar þetta fer úr 21 stigi niður í sjö á einhverjum tíu mínútna kafla. Við þurfum bara að fókusa á þessa hluti og reyna að gera meira af þeim.“ Bæði lið virkuðu frekar ryðguð eftir pásuna á stórum köflum í leiknum, en Darri vildi ekki kenna því um tapið í kvöld. „Það bara skiptir eiginlega ekki máli. Bæði af því að það sama gildir um alla og að maður þarf bara að gíra sig upp. Það eru bara fimm leikir eftir og svo úrslitakeppni.“ KR mætir Haukum á sunnudaginn og Darri segir það gott eftir tapleik að það sé stutt í næsta leik. „Þetta er búið að vera svona allt tímabilið og maður er orðinn vanur þessu. Þetta er ágætt, og sérstaklega eftir tapleiki að geta bara snúið þessu bara hratt við og gert eitthvað af viti.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Í beinni: Þór Þ.-KR | Íslandsmeistararnir mæta til Þorlákshafnar Spútniklið Þórs Þorlákshafnar fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Þórsarar voru betri aðilinn stærstan hluta leiksins og lönduðu að lokum verðskulduðum átta stiga sigri, 84-76. 22. apríl 2021 22:55 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
„Ég er auðvitað ósáttur við að tapa þessum leik. Mér fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið,“ sagði Darri eftir leikinn í kvöld. „Við erum ekki á þeim stað varnarlega að við getum leyft okkur að vera ekki alveg 100% on. Við erum ekki með fimm svona einn á einn stoppara á vellinum á sama tíma og þegar það eru svona litlir hlutir varnarlega eins og að stíga á skotmanninn í horninu þegar það er engin ástæða til og svo framvegis, þá refsa góð lið eins og Þór okkur. Það er það sem gerðist í fyrri hálfleik og þá erum við komnir með bakið upp við vegg.“ Darri sá þó jákvæða kafla í leik sinna manna. „Við rífum okkur í gang þegar það eru fimm mínútur eftir af þriðja og sýnum síðan hvernig við vinnum svona leiki þegar þetta fer úr 21 stigi niður í sjö á einhverjum tíu mínútna kafla. Við þurfum bara að fókusa á þessa hluti og reyna að gera meira af þeim.“ Bæði lið virkuðu frekar ryðguð eftir pásuna á stórum köflum í leiknum, en Darri vildi ekki kenna því um tapið í kvöld. „Það bara skiptir eiginlega ekki máli. Bæði af því að það sama gildir um alla og að maður þarf bara að gíra sig upp. Það eru bara fimm leikir eftir og svo úrslitakeppni.“ KR mætir Haukum á sunnudaginn og Darri segir það gott eftir tapleik að það sé stutt í næsta leik. „Þetta er búið að vera svona allt tímabilið og maður er orðinn vanur þessu. Þetta er ágætt, og sérstaklega eftir tapleiki að geta bara snúið þessu bara hratt við og gert eitthvað af viti.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Í beinni: Þór Þ.-KR | Íslandsmeistararnir mæta til Þorlákshafnar Spútniklið Þórs Þorlákshafnar fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Þórsarar voru betri aðilinn stærstan hluta leiksins og lönduðu að lokum verðskulduðum átta stiga sigri, 84-76. 22. apríl 2021 22:55 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Í beinni: Þór Þ.-KR | Íslandsmeistararnir mæta til Þorlákshafnar Spútniklið Þórs Þorlákshafnar fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Þórsarar voru betri aðilinn stærstan hluta leiksins og lönduðu að lokum verðskulduðum átta stiga sigri, 84-76. 22. apríl 2021 22:55