Sjötíu dagar síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 14:30 Jón Arnór Sverrisson og félagar í Njarðvík þurfa nauðsynlega á sigri að halda. vísir/vilhelm Njarðvíkingar geta endað mjög langa bið eftir sigri í kvöld þegar þeir heimsækja Grindvíkinga í Röstina í fyrsta leik Suðurnesjaliðanna tveggja eftir kórónuveirustopp. Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti