Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 14:36 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu meðal annars við rússneska sendiráðið í London á miðvikudag. Fleiri en þúsund stuðningsmenn hans voru handteknir í Rússlandi þann dag. Vísir/EPA Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40