Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 20:25 Smurstöðin er vel staðsett nærri íbúðabyggð og Bústaðavegi. Jóhanna Svala Rafnsdóttir Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“ Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“
Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira