NBA dagsins: Áhorfendur í fyrsta sinn í 409 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 14:30 Curry hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stuðningsmenn Golden State Warriors gátu stutt við sitt lið af pöllunum í fyrsta sinn í 409 daga í nótt. Þeir studdu sitt lið til sigurs gegn Denver Nuggets. Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira