Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 22:04 Umrætt landssvæði við Skerjafjörð sést neðst á myndinni. Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. Ætla má að álíka margir ef ekki fleiri íbúar muni bætast við með nýju hverfi en búa þegar í Skerjafirði. Skipulagið felur í sér blandaða byggð með um 690 íbúðum, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi allt að þrefaldist í hverfinu. Í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að í Nýja-Skerjafirði verði reistur leik- og grunnskóli. Þar með verða grunnskólarnir orðnir fimm í Vesturbæ, sá nýjasti fyrir hverfi 102. Gamli og Nýi-Skerjafjörður.Reykjavíkurborg Íbúðirnar verða samkvæmt bókuninni af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði þar sem byggt verður fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg byggir íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði, sem sjá má að markast af Skeljanesi á myndinni að ofan. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir og hagkvæmt húsnæði. Bílastæðakjarni mun þjóna allri fjölbýlishúsabyggðinni en raðhúsabyggð verður í öðrum hluta nýja hverfisins. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi, sbr. myndina að ofan, þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 12 atkvæðum gegn 9, eins og greint var frá í Stundinni í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn og í bókun þeirra sagði: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ Lögð er áhersla á umferð gangandi og hjólandi í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ætla má að álíka margir ef ekki fleiri íbúar muni bætast við með nýju hverfi en búa þegar í Skerjafirði. Skipulagið felur í sér blandaða byggð með um 690 íbúðum, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi allt að þrefaldist í hverfinu. Í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að í Nýja-Skerjafirði verði reistur leik- og grunnskóli. Þar með verða grunnskólarnir orðnir fimm í Vesturbæ, sá nýjasti fyrir hverfi 102. Gamli og Nýi-Skerjafjörður.Reykjavíkurborg Íbúðirnar verða samkvæmt bókuninni af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði þar sem byggt verður fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg byggir íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði, sem sjá má að markast af Skeljanesi á myndinni að ofan. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir og hagkvæmt húsnæði. Bílastæðakjarni mun þjóna allri fjölbýlishúsabyggðinni en raðhúsabyggð verður í öðrum hluta nýja hverfisins. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi, sbr. myndina að ofan, þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 12 atkvæðum gegn 9, eins og greint var frá í Stundinni í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn og í bókun þeirra sagði: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ Lögð er áhersla á umferð gangandi og hjólandi í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg
Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46
„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41