Um klám, vændi og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2021 09:31 Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun