Alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um gjafagetnað Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar, Sólveig Rós Másdóttir og Þórunn Freyja Gústafsdóttir skrifa 27. apríl 2021 11:00 Til að geta barn þarf þrennt: sæðisfrumu, eggfrumu og leg fyrir barnið að vaxa í. Mörg pör búa yfir þessu þrennu og geta sín börn án vandræða eða aðstoðar. Önnur pör eru ekki í þeirri stöðu, til dæmis ef þeirra kynfrumur eru ekki hressar og sprækar vegna aldurs, sjúkdóma, krabbameinsmeðferðar eða annars eða ef báðir einstaklingar búa yfir sömu kynfrumunum, eins og í dæmi tveggja kvenna sem báðar hafa eggfrumur og leg en ekkert sæði. Svo kjósa sumir einstaklingar að eignast barn án maka. Í þessum tilvikum er mögulegt að fá kynfrumur frá þriðja aðila til að geta barn, annaðhvort gjafaegg eða gjafasæði eða jafnvel bæði. Einstaklingar þá annaðhvort gefa eða selja sínar kynfrumur í þeim tilgangi að aðstoða aðra við barneignir. Fjöldi fjölskyldna á Íslandi og um allan heim hefur notast við gjafagetnað og æ fleiri einstaklingar getnir með gjafakynfrumum fæðast og verða eldri með hverjum deginum. Í dag, 27. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um gjafagetnað, eða International Donor Conception Awareness Day. Tilgangur dagsins er meðal annars að vekja athygli á: Að fjölskyldur verða til á allskonar máta. Að upplifun og reynsla einstaklinga getinna með gjafakynfrumum er einstaklingsbundin og mismunandi yfir æviskeiðið. Fjölskyldusköpun hinsegin fólks. Mismunandi ástæðum þess að fólk þurfi á gjafakynfrumum að halda og að fólk á ekki að upplifa skömm þurfi það að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns ófrjósemisvanda. Réttindum gjafa til að fá upplýsingar um hugsanleg áhrif kynfrumugjafar á eigin heilsufar og hvaða áhrif það getur haft á gjafa út lífið að hafa gefið eða selt kynfrumur. Fjölbreytt fjölskylduform eru orðin nokkuð samfélagslega samþykkt á Íslandi, fjölskyldur eru allskonar og allar jafn gildar. Fjöldi einstaklinga hefur orðið til fyrir tilstilli gjafakynfruma frá þriðja aðila. Stundum er augljóst að utanaðkomandi aðstoð hefur verið nauðsynleg, eins og þegar barn á tvær mæður sem báðar eru sískynja. Þegar barn á bæði föður og móður hefur þessum upplýsingum þó stundum verið haldið leyndum enda var það talið æskilegast hér áður fyrr. Sífellt fleiri einstaklingar taka DNA próf sem hægt er að fá í næsta apóteki eða netverslun og því eru líkurnar á að líffræðilegur uppruni einstaklings haldist leyndarmál æ minni. Að uppgötva sannleikann óvænt getur verið mikið áfall. Mikil framþróun hefur orðið í umræðunni um stöðu og réttindi einstaklinga sem eru getnir með gjafakynfrumum og er í dag mælt með því að börn viti söguna um uppruna sinn frá upphafi. Við viljum opna umræðuna og ef þarna úti leynast foreldrar sem hafa ekki sagt börnum sínum frá líffræðilegum uppruna sínum þá hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og gera það í dag. Við styðjum við þingsályktunartillögu sem lögð var fram af Silju Dögg Gunnarsdóttur og fleiri þingmönnum um að börn eigi rétt á að þekkja líffræðilegan uppruna sinn (þingskjal nr. 193/2020-2021). Líkt og umboðsmaður barna hefur bent á kemur núverandi fyrirkomulag, í þeim tilfellum þar sem kynfrumugjafi hefur kosið nafnleysi, í veg fyrir að börn njóti þess sjálfsagða réttar að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Í 8. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013, kemur fram að barn eigi rétt á að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling. Á það einnig við um líffræðileg einkenni ásamt læknis- og erfðafræðilegum upplýsingum um líffræðilega ættingja og blóðtengsl. Hvetjum við því bæði verðandi foreldra og gjafa til að kjósa rekjanlega eða jafnvel þekkta gjöf. Þau okkar sem eiga börn getin með gjafakynfrumu höfum mörg hver átt í erfiðleikum með að samþykkja að börn okkar séu ekki að fullu blóðskyld okkur eða maka okkar og að þessi leið hafi verið nauðsynleg. Því getur verið freistandi að líta á tengsl barna okkar við þann einstakling sem lagði til hluta af erfðaefni þeirra sem léttvæg til að ítreka að við séum foreldrarnir. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að saga barna okkar er þeirra eigin saga og að okkar hlutverk er að styðja við þau sem einstaklinga. Sumir einstaklingar sem getnir eru með gjafakynfrumum hafa lítinn eða engan áhuga á gjafanum, aðrir eru forvitnir eða vilja fá upplýsingar um heilsufar sem gæti skipt þau máli og enn aðrir upplifa djúpstæða forvitni eða löngun til að kynnast þessum hluta af sér betur. Til dæmis sóttust 34% einstaklinga sem getnir voru með rekjanlegum gjafa í The Sperm Bank of California eftir upplýsingum um gjafann þegar þeir náðu 18 ára aldri á fyrstu 10 árunum eftir að boðið var upp á rekjanlega gjafa. Einungis hluti þeirra hafði áhuga á að hafa samband við hann. Einnig geta skoðanir breyst með aldrinum og þegar aðstæður breytast, til dæmis þegar börnin fullorðnast og verða sjálf foreldrar. Mikilvægt er að börn fái þær upplýsingar frá foreldrum að við virðum þeirra upplifun og að við munum ekki líta á það sem höfnun ef að börnin okkar eru forvitin um gjafann og vilji jafnvel hitta hann, eða vilja kynnast öðrum einstaklingum sem getnir eru af sama gjafa ef svo ber undir. Þvert á móti eru fjölskyldur allskonar og ávallt rými í hjarta og huga fyrir fleiri einstaklinga í lífi okkar og barnanna okkar. Á sama tíma viljum við hvetja aðstandendur og almenning til að fara varlega þegar spurt er um gjafann eða uppruna gjafabarna. Ekki er viðeigandi að spyrja börn tveggja kvenna um „pabbann” eða gefa skyn að systkini séu ekki „alvöru” systkini ef þau deila ekki erfðaefni þó þau séu alin upp í sömu fjölskyldu. Einnig er skynsamlegt að fara varlega þegar rýnt er í hverjum barnið er líkt. Börn sem getin eru með gjafakynfrumum eru vissulega börn foreldra sinna þó þau eigi einnig rætur í aðrar áttir. Fjölskyldubönd eru ekki aðeins líffræðileg heldur líka félagsleg og líkindi ein og sér skapa ekki fjölskyldutengsl heldur er það umönnunin sem skapar og styrkir tengslin. Allar fjölskyldur eru alvöru, sama hvernig þær urðu til eða eru samsettar. Við hvetjum ykkur til að fylgja Gjöf, félagi um gjafagetnað á samfélagsmiðlum og nota myllumerkin #IDCAD, #donorconceptionawarenessday og #felagidgjof til að deila ykkar reynslu af gjafagetnaði. Höfundar eru foreldrar gjafabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Til að geta barn þarf þrennt: sæðisfrumu, eggfrumu og leg fyrir barnið að vaxa í. Mörg pör búa yfir þessu þrennu og geta sín börn án vandræða eða aðstoðar. Önnur pör eru ekki í þeirri stöðu, til dæmis ef þeirra kynfrumur eru ekki hressar og sprækar vegna aldurs, sjúkdóma, krabbameinsmeðferðar eða annars eða ef báðir einstaklingar búa yfir sömu kynfrumunum, eins og í dæmi tveggja kvenna sem báðar hafa eggfrumur og leg en ekkert sæði. Svo kjósa sumir einstaklingar að eignast barn án maka. Í þessum tilvikum er mögulegt að fá kynfrumur frá þriðja aðila til að geta barn, annaðhvort gjafaegg eða gjafasæði eða jafnvel bæði. Einstaklingar þá annaðhvort gefa eða selja sínar kynfrumur í þeim tilgangi að aðstoða aðra við barneignir. Fjöldi fjölskyldna á Íslandi og um allan heim hefur notast við gjafagetnað og æ fleiri einstaklingar getnir með gjafakynfrumum fæðast og verða eldri með hverjum deginum. Í dag, 27. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um gjafagetnað, eða International Donor Conception Awareness Day. Tilgangur dagsins er meðal annars að vekja athygli á: Að fjölskyldur verða til á allskonar máta. Að upplifun og reynsla einstaklinga getinna með gjafakynfrumum er einstaklingsbundin og mismunandi yfir æviskeiðið. Fjölskyldusköpun hinsegin fólks. Mismunandi ástæðum þess að fólk þurfi á gjafakynfrumum að halda og að fólk á ekki að upplifa skömm þurfi það að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns ófrjósemisvanda. Réttindum gjafa til að fá upplýsingar um hugsanleg áhrif kynfrumugjafar á eigin heilsufar og hvaða áhrif það getur haft á gjafa út lífið að hafa gefið eða selt kynfrumur. Fjölbreytt fjölskylduform eru orðin nokkuð samfélagslega samþykkt á Íslandi, fjölskyldur eru allskonar og allar jafn gildar. Fjöldi einstaklinga hefur orðið til fyrir tilstilli gjafakynfruma frá þriðja aðila. Stundum er augljóst að utanaðkomandi aðstoð hefur verið nauðsynleg, eins og þegar barn á tvær mæður sem báðar eru sískynja. Þegar barn á bæði föður og móður hefur þessum upplýsingum þó stundum verið haldið leyndum enda var það talið æskilegast hér áður fyrr. Sífellt fleiri einstaklingar taka DNA próf sem hægt er að fá í næsta apóteki eða netverslun og því eru líkurnar á að líffræðilegur uppruni einstaklings haldist leyndarmál æ minni. Að uppgötva sannleikann óvænt getur verið mikið áfall. Mikil framþróun hefur orðið í umræðunni um stöðu og réttindi einstaklinga sem eru getnir með gjafakynfrumum og er í dag mælt með því að börn viti söguna um uppruna sinn frá upphafi. Við viljum opna umræðuna og ef þarna úti leynast foreldrar sem hafa ekki sagt börnum sínum frá líffræðilegum uppruna sínum þá hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og gera það í dag. Við styðjum við þingsályktunartillögu sem lögð var fram af Silju Dögg Gunnarsdóttur og fleiri þingmönnum um að börn eigi rétt á að þekkja líffræðilegan uppruna sinn (þingskjal nr. 193/2020-2021). Líkt og umboðsmaður barna hefur bent á kemur núverandi fyrirkomulag, í þeim tilfellum þar sem kynfrumugjafi hefur kosið nafnleysi, í veg fyrir að börn njóti þess sjálfsagða réttar að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Í 8. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013, kemur fram að barn eigi rétt á að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling. Á það einnig við um líffræðileg einkenni ásamt læknis- og erfðafræðilegum upplýsingum um líffræðilega ættingja og blóðtengsl. Hvetjum við því bæði verðandi foreldra og gjafa til að kjósa rekjanlega eða jafnvel þekkta gjöf. Þau okkar sem eiga börn getin með gjafakynfrumu höfum mörg hver átt í erfiðleikum með að samþykkja að börn okkar séu ekki að fullu blóðskyld okkur eða maka okkar og að þessi leið hafi verið nauðsynleg. Því getur verið freistandi að líta á tengsl barna okkar við þann einstakling sem lagði til hluta af erfðaefni þeirra sem léttvæg til að ítreka að við séum foreldrarnir. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að saga barna okkar er þeirra eigin saga og að okkar hlutverk er að styðja við þau sem einstaklinga. Sumir einstaklingar sem getnir eru með gjafakynfrumum hafa lítinn eða engan áhuga á gjafanum, aðrir eru forvitnir eða vilja fá upplýsingar um heilsufar sem gæti skipt þau máli og enn aðrir upplifa djúpstæða forvitni eða löngun til að kynnast þessum hluta af sér betur. Til dæmis sóttust 34% einstaklinga sem getnir voru með rekjanlegum gjafa í The Sperm Bank of California eftir upplýsingum um gjafann þegar þeir náðu 18 ára aldri á fyrstu 10 árunum eftir að boðið var upp á rekjanlega gjafa. Einungis hluti þeirra hafði áhuga á að hafa samband við hann. Einnig geta skoðanir breyst með aldrinum og þegar aðstæður breytast, til dæmis þegar börnin fullorðnast og verða sjálf foreldrar. Mikilvægt er að börn fái þær upplýsingar frá foreldrum að við virðum þeirra upplifun og að við munum ekki líta á það sem höfnun ef að börnin okkar eru forvitin um gjafann og vilji jafnvel hitta hann, eða vilja kynnast öðrum einstaklingum sem getnir eru af sama gjafa ef svo ber undir. Þvert á móti eru fjölskyldur allskonar og ávallt rými í hjarta og huga fyrir fleiri einstaklinga í lífi okkar og barnanna okkar. Á sama tíma viljum við hvetja aðstandendur og almenning til að fara varlega þegar spurt er um gjafann eða uppruna gjafabarna. Ekki er viðeigandi að spyrja börn tveggja kvenna um „pabbann” eða gefa skyn að systkini séu ekki „alvöru” systkini ef þau deila ekki erfðaefni þó þau séu alin upp í sömu fjölskyldu. Einnig er skynsamlegt að fara varlega þegar rýnt er í hverjum barnið er líkt. Börn sem getin eru með gjafakynfrumum eru vissulega börn foreldra sinna þó þau eigi einnig rætur í aðrar áttir. Fjölskyldubönd eru ekki aðeins líffræðileg heldur líka félagsleg og líkindi ein og sér skapa ekki fjölskyldutengsl heldur er það umönnunin sem skapar og styrkir tengslin. Allar fjölskyldur eru alvöru, sama hvernig þær urðu til eða eru samsettar. Við hvetjum ykkur til að fylgja Gjöf, félagi um gjafagetnað á samfélagsmiðlum og nota myllumerkin #IDCAD, #donorconceptionawarenessday og #felagidgjof til að deila ykkar reynslu af gjafagetnaði. Höfundar eru foreldrar gjafabarna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun