Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 19:37 Óánægja norðurírskra sambandssinna með stöðu sína eftir Brexit varð Arlene Foster að falli sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi DUP. Hún lætur af embætti í sumar. AP/Liam McBurnley Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra. Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra.
Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira