Gjörbreyting á virkni laga um fjöleignarhús Óli Jón Gunnarsson skrifar 29. apríl 2021 13:30 Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun