Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 14:11 Leikskólinn Jörfi í Hæðagarði. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32
Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30
Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19